Það verður frí á morgun sumardaginn fyrsta nema hjá 15 ára og eldri en þá byrjar æfingin kl. 17:30 í stað 18:30. Gleðilegt sumar.
ÍM karla og kvenna í beinni útsendingu
Íslandsmót karla og kvenna 2019
Íslandsmót karla og kvenna 2019 verður haldið í Laugardalshöllinni laugardaginn 27. apríl næstkomandi og hefst kl. 10 með forkeppni sem lýkur um kl. 12. Úrslit hefjast svo kl. 13 og standa þau yfir til um kl. 14 en þá hefst keppni í opnum flokkum sem lýkur um kl. 15:30 og mótslok kl. 16:00. Þátttökuskráningu lýkur annað kvöld og verður keppendalistinn birtur hér.
Ekki er hægt að gera breytingu á skráningu eftir að skráningafresti lýkur nema gegn greiðslu nýs keppnisgjalds og það sama á við hjá keppendum sem standast ekki vigt og vilja færa sig um flokk þá er það leyft gegn greiðslu á nýju keppnisgjaldi.
Vigtun hjá JR föstudaginn 26. apríl frá 18:00-19:00 og muna að hafa bæði bláan og hvítan judobúning kláran í keppninni, nánari upplýsingar hér.
Mótið verður í beinni útsendingu á youtube. Völlur 1. og Völlur 2.
Æfing annan í Páskum
Vegna fjölda áskoranna þá verður æfing í JR kl. 17:30 á mánudaginn (annar í Páskum) fyrir 15 ára og eldri. Iðkendur úr öðrumn klúbbum er velkomnir að sjálfsögðu.
Judo um Páskana
Það verða æfingar eins og venjulega í dag, á morgun og á laugardaginn en þær falla niður á Skírdag, Föstudaginn langa og annan í Páskum. Æfingar hefjast svo aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. apríl. Það gæti þó verið að það verði æfing annan í Páskum fyrir 15 og eldri en það verður þá auglýst hér.
Hreyfimyndir frá ÍM yngri 2019
Úrslit Íslandsmóts yngri 2019
Það voru níutíu keppendur frá níu klúbbum sem mættu til leiks í dag á Íslandsmóti yngri aldursflokka en það eru aldursflokkarnir U13, U15, U18 og U21 árs. Mótið sem hófst kl. 10 og stóð til kl. 14:30 var frábær skemmtun, margar skemmtilegar og spennandi viðureignir í öllum aldursflokkum og glæsileg köst og flottar viðureignir í gólfglímunni. Við JR -ingar unnum til 17 verðlauna 9 gull, 7 silfur og 1 brons. Kjartan Hreiðarsson var með tvenn gullverðlaun en hann vann -73 kg flokkinn bæði U18 og U21 árs. Hér eru nokkrar myndir frá mótinu og úrslitin.
Páskamót JR 2019
Páskamót JR verður haldið 4. maí en mótið sem hefur verið eitt vinsælasta mót ársins hjá yngri júdo iðkendunum og jafnframt eitt fjölmennasta mót ársins hefur venjulega verið haldið fyrstu helgi eftir Páska en þar sem Íslandsmót seniora er þá helgi verðum við að færa það aftur um eina viku.
Íslandsmót yngri á laugardaginn
Íslandsmót yngri verður haldið hjá Júdodeild Ármanns í Laugardal, laugardaginn 13. apríl og hefst það með keppni í aldursflokkum U13 og U15 kl. 10:00 og lýkur þeirri keppni um kl. 11:30. Keppni U18 hefst kl. 12 og lýkur um kl. 13 og þá hefst keppni í U21 árs aldursflokki og mótslok áætluð kl. 14:30. Skráðir keppendur eru 109.
Vigtun á mótsstað frá 9-9:30 fyrir U13 og U15 og kl. 11-11:30 fyrir U18 og U21. Aldursflokkar U18 og U21 geta líka mætt í vigtun kl. 9-9:30 ef það hentar þeim betur.
„Play True Day“ dagurinn er í dag
Dagurinn „Play True Day“ er haldinn 10. apríl ár hvert og er dagur tileinkaður hreinum íþróttum. Honum er ætlað að auka vitundarvakningu meðal íþróttafólks, íþróttasambanda, yfirvalda og annarra sem tengjast íþróttum um baráttuna gegn lyfjamisnotkun. Frumkvæðið og hugmyndina að þessum degi eiga 17 lönd í S-Ameríku eftir að hafa sótt fræðsluráðstefnu WADA (World Anti-Doping Agency) árið 2013. Síðan þá hafa á hverju ári fleiri og fleiri lönd og íþróttasambönd tekið þátt í deginum og deilt skilaboðunum um hinn sanna keppnisanda og um að vernda gildi íþróttanna. Oft er talað um þessi gildi sem „íþróttaandann“. Markmiðið með Play True Day er að gera daginn að alþjóðlegri herferð.
Nánar er hægt að fræðast um Play True Day á www.playtrueday.com