Tel Aviv Grand Prix 2020

Tel Aviv Grand Prix hófst í dag og er Sveinbjörn Iura á meðal þátttakenda og er faðir hans Yoshihiko Iura honum til aðstoðar. Sveinbjörn keppir á morgun föstudag og hefst keppnin kl. 10 að morgni í Ísrael sem er þá kl. 8 í fyrramálið hjá okkur. Dregið var í gær dag og eru keppendur í 81 kg flokknum fimmtíu og fjórir. Sveinbjörn sem er í 82. sæti heimslistans mætir Yusup Bekmurzaev frá Hvíta Rússlandi sem er í 113 sæti heimslistans. Ef vel gengur í fyrstu umferð þá mætir Sveinbjörn líkast til Vladimir Zoloev frá Kyrgystan sem er í 35. sæti (WRL) og verður róðurinn þar örugglega erfiður. Þátttakendur eru 547 frá 5 heimsálfum og 83 þjóðum. Karlarnir eru 315 og konurnar eru 232. Hér er keppnisröðin og á Sveinbjörn 5 viðureign á velli 2 og hér er hægt að horfa á beina útsendingu.