Haustmót yngri 2018 – Úrslit

Haustmóti JSÍ í yngri aldursflokkum þ.e. U21/U18/U15/U13 var haldið í Grindavík í dag laugardaginn 6. okt. Keppendur voru fimmtíu og sex og er það enn á ný fjölgun keppenda frá því fyrra þrátt fyrir að færri félög hafi tekið þátt að þessu sinni. Mótið var vel skipulagt hjá UMFG og umgjörð og aðstaða keppenda og starfsmanna góð. Dómararnir stóðu sig meða sóma að venju en það voru þeir Birkir Hrafn Jóakimsson, Breki Bernharðsson og Daníel Leó Ólason sem sáu um dómgæsluna. Keppnin hófst kl. 10:30 í aldursflokkum U13/U15 og kl. 11:30 í U18/U21 og mótslok voru kl. 14:30. Viðureignirnar urðu sjötíu og fimm og unnust sjötíu þeirra á ippon. Hér  eru úrslitin.

Haustmót yngri 2018

Frá Haustmótinu 2017, nær er Gunnar Jóhannesson og fjær Jón Hlíðar Guðjónsson

Haustmót JSÍ í yngri aldursflokkum þ.e. U21/U18/U15/U13 verður haldið í íþróttahúsinu Röstinni í Grindavík laugardaginn 6. okt. næstkomandi. Vegna mikillar þátttöku verðum við að byrja örlítið fyrr en við ætluðum en sextíu og fimm keppendur eru skráðir til leiks og hefst mótið kl. 10:30 í aldursflokkum U13 og U15  og lýkur þeim flokkum um kl. 11:30. Þá hefst keppni í aldursflokkum U18 og U21 árs og ætti henni að ljúka um kl. 15:00. Vigtun fyrir U13 og U15 er frá 9:30-10:00 og geta U18 og U21 líka vigtað sig þá en annars er þeirra vigtun frá 10:30-11:00.  Hér er keppendalistinn.

Ægir með gull í Dublin

Ægir Valsson gerði sér lítið fyrir og tók gullið á Dublin Open í dag. Ægir sem ætlaði sér að keppa í -90 kg flokki þurfti að keppa við sér þyngri menn þar sem -90 og +90 kg flokkarnir voru sameinaðir.  Í flokknum voru sex keppendur og sigraði Ægir þá alla örugglega en úrslitaviðureignin var strembin en þar keppti hann gegn Írskum þungavigtara sem Ægir sigraði að lokum og gullið var hans. Til hamingju Ægir.

Haustmót JSÍ 2018 – Yngri flokkar

Gullverðlaunahafar JR á Haustmóti JSÍ yngri flokka 2017

Haustmót JSÍ í yngri aldursflokkum þ.e. U21/U18/U15/U13 verður haldið í Grindavík laugardaginn 6. okt. næstkomandi, sjá nánar hér
Skráningarfrestur til miðnættis þriðjudagsins 2. okt.
Myndin er af Hákoni Garðarssyni, Kjartani Hreiðarssyni og Skarphéðni Hjaltsyni en þeir unnu allir gullverðlaun á Haustmótinu 2017.

Andlát

Sigurður H. Jóhannsson fyrrum formaður Judofélags Reykjavíkur lést Laugardaginn 15. september síðastliðinn 88 ára að aldri. Siguður var upphafsmaður og brautryðjandi að judo íþróttinni á Íslandi en það var hann sem kom með hugmyndina að byrja að æfa judo þegar hnefaleikar voru bannaðir á Íslandi árið 1956. Ásamt fyrrum hnefaleikamönnum Glímufélagsins Ármanns stofnaði Sigurður Judodeild Ármanns árið 1957 og var þjálfari deildarinnar en 1965 gékk hann úr Ármanni og stofnaði Judofélag Reykjavíkur ásamt nokkrum fyrrum Ármenningum. Sigurður fór bæði til Danmerkur og Englands til að nema judo og æfði meðal annars í elsta og þekkasta judoklúbbi Evrópu, Budokwai í London. Þar kynntist hann mörgum af bestu judomönnum heims á þeim tíma sem að margir hverjir fyrir tilstuðlan hans heimsóttu Ísland og leiðbeindu og aðstoðuðu við uppbyggingu íþróttarinnar á Íslandi. Sigurður var ekki bara þjálfari hjá JR hann var einnig formaður félagsins fyrstu árin og kom því einnig mikið að félagsmálum.

Sigurður sem var 4. dan var sæmdur gullmerki Judosambands Íslands árið 2003 og gerður að heiðursformanni JSÍ 2015.

Judomenn þakka Sigurði H. Jóhannssyni að leiðarlokum hans ómetanlega starf og áralanga samveru og kveðja vin og félaga með söknuði og virðingu og senda ástvinum hans hugheilar samúðarkveðjur.

Útför Sigurðar fer fram í Fossvogskirkju, föstudaginn 5. október kl. 15.

Sigurður H. Jóhannsson heiðursformaður JSÍ