Keppa í Póllandi næstu helgi.

Í kvöld lagði af stað til Póllands hópur keppenda úr JR í aldursflokkum U12/U14/U16 og munu þau keppa næsta laugardag á International Judo Tournament For Children and the Youth í Bielsko-Biala og sunnudaginn eftir mót taka þau þátt í eins dags æfingabúðum en fram að móti munu þau æfa í júdoklúbbi með Pólskum börnum. Þau sem fóru í þessa ferð eru Danielė Kucyte, Elías Funi Þormóðsson, Helena Bjarnadóttir, Jónas Björn Guðmundsson, Matas Naudziunas, Romans Psenicnijs og Weronika Komendera. Þjálfarar og farastjórar eru þeir Bjarni Skúlason og Janusz Komendera.