Kepptu á Opna Skoska um helgina

Júdomenn frá Selfossi þeir Breki Bernhardsson, Hrafn Arnarsson og Jakub Tomczyk kepptu á Opns Skoska s.l helgi og þeim til aðstoðar var Egill Blöndal en hann keppti ekki að þessu sinni þar sem hann er að jafna sig eftir aðgerð. Keppt var í aldursflokkki U21 kvenna og karla og einnig í seniora flokkum karla og kvenna og voru þátttakendur alls tæplega þrjúhundruð. Hrafn komst lengst af þeim félögum en hann keppti bæði í U21 -90 kg og karlaflokki -90 kg. Í U21 árs voru þrettán keppendur og vann Hrafn tvær viðureignir af fjórum og keppti um bronsverðlaunin en tapaði þeirri viðureign og endaði í fimmta sæti. Í karlaflokki voru sextán keppendur og vann hann þar einnig tvær viðureignir og tapaði tveimur og varð í sjöunda sæti. Breki sem keppti í -73 kg flokki karla sat hjá í fyrstu viðureign og vann næstu en tapaði síðan tveimur viðureignum og endar í níunda sæti. Jakub keppti bæði í U21 árs -66 kg og í karlaflokki -66 kg og fékk hann tvær viðureignir í hvorum flokki en því miður tapaði hann þeim. Hér má sjá öll úrslitin.