Danielė með brons í Póllandi

Danielė Kucyte varð í þriðja sæti á International Judo Tournament for Children and the Youth í Bielsko-Biala í dag en hún keppti í aldursflokknum U16. Til hamingju með bronsið Danielé. Aðrir keppendur frá okkur komust ekki á pall að þessu sinni en glímdu vel og unnu nokkrar viðureignir. Romans Psenicnijs vann fyrstu tvær viðureignirnar sínar en tapar þeirri þriðju, fær uppreisn en tapar henni. Helena Bjarnadóttir vann fyrstu, tapar næstu, fékk uppreisn en tapar henni og það sama gerði Weronika Komendera, vinnur fyrstu, tapar næstu fær uppreisn en tapar henni. Elías Funi Þormóðsson vann fyrstu en tapar næstu en engin uppreisn, Jónas Björn Guðmundsson tapar fyrstu fær uppreisn en tapar henni, Matas Naudziunas tapaði fyrstu viðureign en fékk ekki uppreisnarglímu. Að sögn þjálfarar okkar þeirra Bjarna Skúlasonar og Janusz Komendera var mótið gríðasterkt, um tuttugu keppendur í flestum flokkum og heildarfjöldi keppenda um tólfhundruð og keppt á tíu völlum. Fyrir utan gestgjafana Pólverja voru keppendur meðal annars frá Tékklandi, Hollandi, Slóvakíu, Úkraníu, Ungverjalandi og Íslandi. Hér neðar eru nokkrar myndir frá ferðinni.