Reykjavík Judo Open 2024

Judosamband Íslands (JSÍ) heldur nú í tólfta sinn Reykjavík Judo Open í samvinnu við RIG (Reykjavik International Games). Þetta er opið alþjóðlegt mót fyrir karla og konur og fer það fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 27. janúar. Mótið hefst með forkeppni frá 9:30 til 12:00. Brons, úrslitaglímur og opinn flokkur verða svo á dagskrá frá kl. 13:00 til 15:30. Á þetta mót hafa í gegnum tíðina komið afar sterkir þátttakendur frá fjölmörgum löndum bæði heims og Ólympíuverðlaunahafar. Keppendur í ár eru frá ellefu þjóðum sem eru, CYP, DEN, FAR, FRA, GBR, GRE, HUN, POL, POR, UKR og ISL. Sýnt verður beint frá keppninni á RÚV frá kl. 13:00 -15:00 en auk þess mun JSÍ streyma frá mótinu. Hér er hægt að fylgjast með keppninni.

Vigtun fer fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 26. jan. og er hún unofficial frá 17:00 til 18:00 og official frá 18:00 til 19:00.

Fyrri úrslit:
20132014201520162017201820192020202120222023

Emma og Orri komin með 1. kyu

Þau Emma Tekla Thueringer og Orri Snær Helgason tóku gráðupróf fyrir 1. kyu (brúnt belti) síðastliðinn laugardag og stóðust prófið með glæsibrag og ekki við öðru að búast enda búin að æfa judo nánast hálfa ævi sína en Emma byrjaði 7 ára gömul haustið 2016 að æfa hjá JR og Orri 9 ára gamall haustið 2018. Til gamans þá er hér neðar mynd sem tekin var af þeim fyrir fjórum árum þegar þau tóku sitt fyrsta belti, gula beltið í janúar 2020. Þau munu bæði taka þátt í Reykjavík Judo Open sem er seniora mót og haldið verður næsta laugardag í Laugardalshöllinni og verða þau þar á meðal yngstu þátttakenda. Til hamingju með áfangann.

OTC æfingabúðir í Mittersill

Í vikunni fóru til Austurríkis ásamt landsliðsþjálfara þeir Aðalsteinn Björnsson, Hrafn Arnarsson, Kjartan Hreiðarsson og Skarphéðinn Hjaltason og taka þar þátt í árlegum OTC æfingabúðum í Mittersill en þessar æfingabúðir eru með þeim sterkustu sem haldnar eru ár hvert enda allflestir bestu judomenn og konur heims á meðal þátttakenda. Þetta ætti að vera góður undirbúningur fyrir verkefni vetrarins en næsta mót er Reykjavík Judo Open (RIG) sem haldið verður í Laugardalshöllinni 27. janúar. Strákarnir eru væntalegir heim um helgina.

Æfingar á vorönn hefjast í dag

Æfingar hefjast aftur í dag 8. jan. en þá verða æfingar hjá byrjendum og framhaldi 11-14 ára og 15 ára og eldri. Á þriðjudaginn hefjast svo æfingar fyrir byrjendur og framhald 7-10 ára og Gólfglíma 30+ og að lokum hefjast æfingar næsta laugardag þ.e. 13. jan. hjá byrjendum og framhaldi 5-6 ára, sjá stundaskrá

Hér er er gengið frá skráningu en einning er hægt að hafa samband í síma 588-3200 eða senda tölvupóst á netfangið jr@judo.is
Helstu upplýsingar eins og æfingatímigjöldþjálfarar og fleira má finna undir Námskeið

Æfingar hefjast 8. janúar

Vorönn 2024 hefst 8. janúar samkvæmt stundaskrá og er skráning hafin.

Byrjenda og framhaldsnámskeið 5-6 ára barna hefst laugardaginn 13. janúar. (Judobúningur fylgir byrjendanámskeiði)

Byrjenda og framhaldsnámskeið 7-10 ára barna hefst þriðjudaginn 9. janúar.

Byrjenda og framhaldsnámskeið 11-14 ára hefst mánudaginn 8. janúar.

Byrjendanámskeið 15 ára og eldri hefst mánudaginn 8. janúar.

Gólfglíma, byrjendur/framhald 30 ára og eldri hefst þriðjudaginn 2. janúar.

Meistaraflokkur og framhald 15 ára og eldri hefst mánudaginn 8. janúar.

Allir byrjendur fá fría prufutíma fyrstu vikuna. Það er í góðu lagi að mæta í prufutíma með síðar íþróttabuxur og bol ef þú átt ekki judobúning eða eitthvað svipað en judobúninga er hægt að fá hjá JR.

Hér er er gengið frá skráningu en einning er hægt að hafa samband í síma 588-3200 eða senda tölvupóst á netfangið jr@judo.is
Helstu upplýsingar eins og æfingatímigjöldþjálfarar og fleira má finna undir Námskeið

Gleðileg Jól

Judofélag Reykjavíkur óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Æfingar hefjast aftur samkvæmt stundaskrá 8. janúar, sjáumst þá.

Judomenn JR 2023 og sjálfboðaliði ársins

Tilkynnt var um val á Judomanni ársins 2023 mánudaginn 18. desember. Judomaður JR var valinn í fyrsta skipti árið 2019  og er verður sá fyrir valinu sem bestum árangri hefur náð á árinu í senioraflokki. Þá er einnig valinn judomaður ársins í U21 árs aldursflokki og sá efnilegasti í U18/21 en hann getur aðeins verið valinn einu sinni. Við valið er ekki einungis tekið mið af árangri heldur einnig ástundun, framkomu og virðingu fyrir íþróttinni. Aðeins er valinn einn judomaður ársins hverju sinni, kona eða karl og það sama á við í U21 og þann efnilegasta. Sjálfboðaliði ársins var fyrst valinn 2022 en þeir eru ákaflega mikilvægir fyrir starfsemi félagsins og er hann heiðraður samhliða judomönnum ársins.

Aðalsteinn Karl Björnsson er Judomaður JR 2023 og er það í fyrsta sinn sem hann hlýtur þann heiður. Aðalsteinn sem er 17 ára og keppir jafnan í -81 kg flokki stóð sig vel á árinu og er hér hans helsti árangur. Gullverðlaun á Íslandsmeistaramótinu í -73 kg flokki, gull á Haustmóti JSÍ -81 kg flokki og gull á Reykjavíkurmeistaramótinu -90 kg flokki. Bronsverðlaun á Baltic Sea Championship -81 kg flokki og í 5. sæti á RIG. Auk þess vann hann til fernra gullverðlauna í U21 og U18 aldursflokkum og varð í 5.sæti á Matsumae cup í U18.

Romans Psenicnijs sem er 16 ára var valinn Judomaður JR 2023 í U21 árs aldursflokki og er það í fyrsta sinn sem hann hlýtur þann titil. Helsti árangur Romans á árinu í U21 árs aldursflokki er gull á Íslandsmeistaramótinu í -66 kg flokki, gull á Haustmóti JSÍ -73 kg flokki og gullverðlaun á Reykjavíkurmeistaramótinu í -73 kg flokki. Einnig vann hann gull með sveit JR á Íslandsmeistaramóti í liðakeppninni JSÍ í U21, U18 og karlaflokki. Hann stóð sig einnig frábærlega bæði í U18 sem og karlaflokki en hann var með silfur á RIG, ÍM, VM og Reykjavíkurmeistaramóti í karlaflokkum og tvenn gullverðlaun í U18.

Gunnar Ingi Tryggvason sem er 15 ára var valinn efnilegasti Judomaður JR 2023 í U18/21 árs aldursflokki. Hann stóð sig vel á árinu og vann þrenn gullverðlaun, fimm silfurverðlaun og eitt brons. Gullverðlaun á Afmælismóti JSÍ í U18, gull á Haustmóti JSÍ í U18 og auk þess gull í karlaflokki á Vormóti JSÍ. Silfurverðlaun hlaut hann í U18 ára aldursflokki á Íslandsmeistaramótinu og Reykjavíkurmeistaramótinu og einnig silfur á Haustmóti JSÍ í U21 árs aldursflokki og silfur í karlaflokki á Íslandsmeistaramótinu og Haustmóti JSÍ og að lokum bronsverðlaun á Reykjavíkurmeistaramótinu í karlaflokki. Hann varð einnig Íslandsmeistari með með sveit JR í liðakeppninni JSÍ í karlaflokki og U18 ára aldursflokki.

Þorgrímur Hallsteinsson var valinn sjálfboðaliði ársins 2023. Eins og oft vill verða eru margir tilnefndir en aðeins einn útnefndur og valið því erfitt því allir voru vel að heiðrinum komnir. Fyrir utan að mæta reglulega á æfingar þá hefur Þorgrímur eða Doddi eins og hann er jafnan kallaður komið að starfsemi JR með ýmsum hætti. Hann er svona maðurinn á bak við tjöldin sem kippir hlutunum í lag þegar á þarf að halda. Fyrir utan það að hann er allltaf reiðubúinn að hjálpa til við mótahald þá hefur hann komið að viðhaldi og passað uppá ljósin í salnum og skipt þeim út sem ónýt eru og sett ný upp í staðin. Hann hefur einnig sett upp rafmagnsbúnað eins og hreyfiskynjara og loftræsti viftur svo eitthvað sé nefnt og ekki er mjög langt síðan að hann færði félaginu hátalara/magnara sem notaður er við mótahald. Svona menn eru ómissandi.

Judomenn JR 2019202020212022, 2023

Jólamót JR 2023 Úrslit

Jólamót JR 2023 var haldið mánudaginn 18. desember en það er innanfélagsmót sem fyrst var haldið 2006. Keppnin hófst kl. 17 í aldursflokki U15 þar sem keppt var í -66 kg flokki. Að lokinni keppni í U15 hófst svo keppni í senioraflokkum og keppt -66 kg flokki karla og -90 kg flokki karla og nú einnig í fyrsta skipti var keppt í gólfglímu í aldursflokki 30 ára og eldri. Keppt er um farandbikara sem orðnir eru sögulegir en þeir eru áletraðir með nöfnum fyrrum sigurvegara, okkar bestu judomanna hér áður fyrr. Á mótinu var tilkynnt um val á Judomanni JR 2023. Hér eru myndir frá mótinu, videoklippa og úrslitin 20232022,  2021 og 2019.

Judomaður JR verður valinn í kvöld

Judomaður JR 2023 verður valinn í fimmta skiptið í kvöld en það var fyrst gert 2019 og verður valið tilkynnt á Afmælismóti/Jólamóti JR seniora sem hefst um kl. 18 að loknu Jólamóti aldursflokks U15 sem hefst kl. 17. Ekki er aðeins valinn judomaður ársins heldur einnig judomaður ársins í U21 árs aldursflokki og sá efnilegasti í aldursflokki U18/U21 árs. Við valið er ekki einungis tekið mið af árangri heldur einnig ástundun, framkomu og virðingu fyrir íþróttinni. Einungis er valinn einn judomaður ársins og er það annaðhvort kona eða karl hverju sinni og það sama á við í U21 og þann efnilegasta