Emma og Orri komin með 1. kyu

Þau Emma Tekla Thueringer og Orri Snær Helgason tóku gráðupróf fyrir 1. kyu (brúnt belti) síðastliðinn laugardag og stóðust prófið með glæsibrag og ekki við öðru að búast enda búin að æfa judo nánast hálfa ævi sína en Emma byrjaði 7 ára gömul haustið 2016 að æfa hjá JR og Orri 9 ára gamall haustið 2018. Til gamans þá er hér neðar mynd sem tekin var af þeim fyrir fjórum árum þegar þau tóku sitt fyrsta belti, gula beltið í janúar 2020. Þau munu bæði taka þátt í Reykjavík Judo Open sem er seniora mót og haldið verður næsta laugardag í Laugardalshöllinni og verða þau þar á meðal yngstu þátttakenda. Til hamingju með áfangann.