Jóla og Afmælismót JR 2023

Jólamót/Afmælismót JR 2023 verður haldið mánudaginn 18. desember og hefst það kl. 17 í aldursflokki U15 þar sem keppt verður í einum opnum flokki. Um kl. 18:15 hefst svo keppni í senioraflokkum en þar er keppt í nokkrum þyngdarflokkum og einnig nú í fyrsta skiptið verður gólfglímu keppni 30 ára og eldri. Þetta er innanfélagsmót sem fyrst var haldið 2006 og er það nú haldið í sautjánda skipti en það féll niður 2020 vegna covid. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram því allir sem mæta á æfingu á mánudaginn geta keppt og verður keppendum raðað í flokka að lokinni vigtun. Í kvennaflokkum hefur verið keppt í -57 kg og +57 kg en í karlaflokkum -66, -73, -81, -90 og +90 kg en hugsanlega verða flokkar sameinaðir en það fer eftir þátttöku. Keppt er um farandbikara sem orðnir eru sögulegir en þeir eru áletraðir nöfnum fyrrum sigurvegara sem flestir eru hættir keppni en voru okkar bestu judomenn þess tíma. Hér eru úrslitin 2022, 2021 og 2019. Á mótinu verður einnig tilkynnt um val á Judomanni JR 2023.