OTC æfingabúðir í Mittersill

Í vikunni fóru til Austurríkis ásamt landsliðsþjálfara þeir Aðalsteinn Björnsson, Hrafn Arnarsson, Kjartan Hreiðarsson og Skarphéðinn Hjaltason og taka þar þátt í árlegum OTC æfingabúðum í Mittersill en þessar æfingabúðir eru með þeim sterkustu sem haldnar eru ár hvert enda allflestir bestu judomenn og konur heims á meðal þátttakenda. Þetta ætti að vera góður undirbúningur fyrir verkefni vetrarins en næsta mót er Reykjavík Judo Open (RIG) sem haldið verður í Laugardalshöllinni 27. janúar. Strákarnir eru væntalegir heim um helgina.