Reykjavík Judo Open 2024

Judosamband Íslands (JSÍ) heldur nú í tólfta sinn Reykjavík Judo Open í samvinnu við RIG (Reykjavik International Games). Þetta er opið alþjóðlegt mót fyrir karla og konur og fer það fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 27. janúar. Mótið hefst með forkeppni frá 9:30 til 12:00. Brons, úrslitaglímur og opinn flokkur verða svo á dagskrá frá kl. 13:00 til 15:30. Á þetta mót hafa í gegnum tíðina komið afar sterkir þátttakendur frá fjölmörgum löndum bæði heims og Ólympíuverðlaunahafar. Keppendur í ár eru frá ellefu þjóðum sem eru, CYP, DEN, FAR, FRA, GBR, GRE, HUN, POL, POR, UKR og ISL. Sýnt verður beint frá keppninni á RÚV frá kl. 13:00 -15:00 en auk þess mun JSÍ streyma frá mótinu. Hér er hægt að fylgjast með keppninni.

Vigtun fer fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 26. jan. og er hún unofficial frá 17:00 til 18:00 og official frá 18:00 til 19:00.

Fyrri úrslit:
20132014201520162017201820192020202120222023