Íslandsmót í aldursflokkum U13/U15/U18/U21 (einstaklings og sveitakeppni) var haldið hjá Júdodeild Ármanns laugardaginn 14. apríl. Í einstaklingskeppninni voru þátttakendur 107 frá níu klúbbum og í sveitakeppninni voru fjórar sveitir í U15 og U18 og fimm sveitir í U21 árs. Keppnin var spennandi og skemmtileg í öllum aldursflokkum og frábær skemmtun bæði í einstaklingskeppninni sem og sveitakeppninni. Selfyssingar unnu flest gullverðlaunin í einstaklingskeppninni og í sveitakeppninni sigraði sveit Selfoss í U15 en JR ingar sigruðu bæði í U18 og U21 árs. Hér eru úrslitin í einstaklingskeppninni.
Hér eru úrslitin í sveitakeppninni.
U15
1. Selfoss A
2. JR
3. Selfoss B
U15 Riðill U15 Viðureignir
U18
1. JR
2. Selfoss
3. Njarðvík
U18 Riðill U18 Viðureignir
U21
1. JR
2. KA
3. Ármann
U21 Riðill U21 Viðureignir

Fv. Aðalsteinn Björnsson, Karel Karelsson, Mikael Ísaksson, Hrafn Þorbjarnarson, Skarphéðinn Hjaltason 
Fv. Emil Ingimundarson, Hákon Garðarsson, Kjartan Hreiðarsson, Ísak Hermannsson
Andri Ægisson og Hugo Lorain þjálfara JR
Fv. Kjartan Hreiðarsson, Oddur Kjartansson, Árni Lund, Hákon Garðarsson, Ísak Hermannsson
Andri Ægisson og Hugo Lorain.
Fv. fyrstu fjórir silfursveit Selfoss, næstu fimm er gullsveit JR og næstu fjórir er bronssveit UMFN 
Aftasta röð, sveit JR gull, miðröð sveit KA silfur og fremsta röð sveit Ármanns brons.

Páskamót JR var haldið laugardaginn 7. apríl og var þátttakan góð en keppendur voru tæplega sjötíu frá sex klúbbum, Ármanni, Grindavík, ÍR, Selfossi, Þrótti og JR. Því miður vantaði nokkra klúbba í ár en samt var þátttakan meiri en í fyrra og greinilegt að það er fjölgun í íþróttinni og sem dæmi að þá voru ÍR ingar aðeins þrír í fyrra en voru núna fjórfalt fleiri og Þróttarar sem voru níu í fyrra og voru í kringum miðju hvað varðar þátttökufjölda voru núna fjölmennastir eða fjórtán alls. Páskamótið sem hefur verið eitt vinsælasta mót ársins hjá yngri júdó iðkendunum og jafnframt eitt fjölmennasta mót ársins fór vel fram og keppendur virkilega góðir og sýndu þeir hrein og flott judo brögð. JR þakkar þjálfurum og þátttakendum fyrir daginn sem og öllum öðrum sem veittu aðstoð við framkvæmd mótsins. Hér eru 































Páskamót JR sem verið hefur eitt vinsælasta mót ársins hjá yngri judo iðkendunum og jafnframt eitt fjölmennasta mót hvers árs verður haldið í laugardaginn 7. apríl og er skráning á það til miðnættis miðvikudaginn 4. apríl. Mótið hefst kl. 10 hjá aldurshópnum 8-10 ára og stendur til kl. 12 og þá hefst keppni í aldursflokknum 11-14 ára sem ætti að ljúka um kl. 14. Vigtun er á keppnisstað frá 9-9:30 fyrir alla aldurshópa. Keppendur í aldursflokknum 11-14 ára geta líka mætt í vigtun frá 11-11:30. Þeir sem mæta ekki í vigtun á réttum tíma verða afskráðir svo keppnin geti hafist á réttum tíma. Nánari upplýsingar 
Páska æfingabúðir fyrir aldurshópinn 8-15 ára verða haldnar í JR dagana 29/3, 30/3, 31/3 og 2/4 og kosta ekki neitt. Hver æfing verður í einn og hálfa klukkutíma og hefst kl. 16:00 ofangreinda daga. Þeir sem vilja og hafa tök á því að taka þátt í þeim eru beðnir um að láta þjálfara JR vita eða senda póst á jr@judo.is. Þjálfarar verða ekki af verri endanum en eftirtaldir aðilar munu sjá um æfingarnar. Bjarni Skúlason, Emil Þór Emilsson, Guðmundur Björn Jónasson, Jón Þór Þórarinnson, Marija Dragic Skúlason og Þormóður Árni Jónsson.
Íslandsmót seniora sem átti að halda 28. apríl næstkomandi hefur verið fært til. Þar sem Evrópumótið fer fram á sama degi og nokkrir af okkar sterkustu judo mönnum verða þar á meðal keppenda hefur verið ákveðið að færa Íslandsmótið aftur um eina viku. Það verður því haldið 5. maí á sama stað þ.e. í Laugardalshöllinni og síðan eins og gert var ráð fyrir þá verða æfingabúðirnar daginn eftir. Æfingabúðirnar verða haldnar hjá JR eða Judodeild Ármanns, tilkynnt síðar.
Mótið verður haldið í 

Hugo og liðið hans 
