Hugo keppir um helgina

Vinur okkar og þjálfari Hugo Lorain keppir um helgina í París í sveitakeppni með liði sínu á CHAMPIONNAT DE FRANCE SENIORS PAR ÉQUIPES DE CLUB 2D. Ef ég hef skilið hann rétt þá er þetta keppni um það að reyna að komast með liðið í fyrstu deild. Keppt verður bæði á morgun laugardag og sunnudaginn 4. mars og hefst keppnin kl. 8 að Íslenskum tíma. Því miður veit ég ekki hvort hann keppir báða dagana né klukkan hvað en mun setja það hér inn um leið og ég fæ fekari upplýsingar. Hér er hægt að horfa á mótið i beinni útsendingu. Áfram Hugo.