Páskamót JR 2018 úrslit

Páskamót JR var haldið laugardaginn 7. apríl og var þátttakan góð en keppendur voru tæplega sjötíu frá sex klúbbum, Ármanni, Grindavík, ÍR, Selfossi, Þrótti og JR. Því miður vantaði nokkra klúbba í ár en samt var þátttakan meiri en í fyrra og greinilegt að það er fjölgun í íþróttinni og sem dæmi að þá voru ÍR ingar aðeins þrír í fyrra en voru núna fjórfalt fleiri og Þróttarar sem voru níu í fyrra og voru í kringum miðju hvað varðar þátttökufjölda voru núna fjölmennastir eða fjórtán alls. Páskamótið sem hefur verið eitt vinsælasta mót ársins hjá yngri júdó iðkendunum og jafnframt eitt fjölmennasta mót ársins fór vel fram og keppendur virkilega góðir og sýndu þeir hrein og flott judo brögð. JR þakkar þjálfurum og þátttakendum fyrir daginn sem og öllum öðrum sem veittu aðstoð við framkvæmd  mótsins. Hér eru úrslitin 2018.