Hugo með silfur og kominn í 1. deild

Hugo og liðið hans  SO GIVORS urðu í öðru sæti í dag í 2. deild i sveitakeppni klúbba (Championnat De France Par Equipes De Clubs 2eme Division) sem haldið var í  Institut Du Judo í París. Það voru fjörtíu lið sem kepptu og var fyrst keppt með riðla  fyrirkomulagi og þrjú lið í riðli og 28 lið komust áfram sem síðan kepptu með útsláttar fyrirkomulagi. Í riðlinum varð SO Givers í fyrsta sæti eftir sigur á Montpellier Judo Olympic og JC Coulommier. Í útslættinum unnu þeir næstu fjögur lið og töpuðu að lokum í úrslitum gegn  Judo 83 Toulon. Silfurverðlaun í dag þýðir að þeir eru komnir í 1. deild og í hóp bestu liða Frakklands. Til hamingju Hugo og SO Givers.