Vormót JSÍ 2018 yngri flokkar

Vormót JSÍ í yngri aldursflokkum (U13/U15/U18/U21) verður haldið í húsakynnum JR í Ármúla 17 laugardaginn 17. mars. Keppni U13 og U15 (57 viðureignir) hefst kl. 10 og lýkur um kl 12 og þá hefst keppni U18 (29 viðureignir) sem lýkur um kl. 14 og þá tekur við U21 (20 viðureignir) sem lýkur þá um kl 15:00 og mótslok 15:30. Vigtun á keppnisdegi á mótsstað frá 9-9:30 hjá U13 og U15 og kl. 11-11:30 hjá U18 og U21. Miðað við að allir skráðir keppendur mæti þá verður keppni fyrir þá alla. Hér er keppendalistinn/úrslit

Muna blár og hvítur búningur er í góðu lagi eða bara hvítur en EKKI bara blár búningur