Íslandsmót yngri 2018 – Úrslit

Íslandsmót í aldursflokkum U13/U15/U18/U21 (einstaklings og sveitakeppni) var haldið hjá Júdodeild Ármanns laugardaginn 14. apríl. Í einstaklingskeppninni voru þátttakendur 107 frá níu klúbbum og í sveitakeppninni voru fjórar sveitir í U15 og U18 og fimm sveitir í U21 árs. Keppnin var spennandi og skemmtileg í öllum aldursflokkum og frábær skemmtun bæði í einstaklingskeppninni sem og sveitakeppninni. Selfyssingar unnu flest gullverðlaunin í einstaklingskeppninni og í sveitakeppninni sigraði sveit Selfoss í U15 en JR ingar sigruðu bæði í U18 og U21 árs. Hér eru úrslitin í einstaklingskeppninni.

Hér eru úrslitin í sveitakeppninni.

U15
1. Selfoss A
2. JR
3. Selfoss B
U15 Riðill U15 Viðureignir

U18
1. JR
2. Selfoss
3. Njarðvík
U18 Riðill  U18 Viðureignir

U21
1. JR
2. KA
3. Ármann
U21 Riðill  U21 Viðureignir