Afmælismót JSÍ yngri flokkar

Afmælismót JSÍ 2022 í yngri aldursflokkum verður haldið 19. febrúar hjá Judofélagi Reykjavíkur og hefst það kl. 10:00.

Keppni hjá U13 og U15 hefst kl 10 og er til 12

Keppni hjá U18 hefst kl. 12:00 og U21 hefst kl 14

Vigtun U13 og U15 fer fram á keppnisstað á keppnisdegi kl 9 – 9:30 Vikmörk eru 1 kg í þeim aldursflokkum.

Vigtun U18 og U21 fer fram á keppnisstað á keppnisdegi frá kl 11-11:30 en einnig geta keppendur í þeim aldursflokkum vigtað sig frá kl 19-20 á föstudeginum fyrir mót á keppnisstað.

Muna blár og hvítur júdobúningur eða bara hvítur. Ekki bara blár búningur

Hér eru nánari upplýsingar.

JSÍ mun streyma frá mótinu

Reykjavík Judo Open 2022 – Úrslit

Það voru tólf þátttakendur frá Judofélagi Reykjavíkur sem kepptu á Reykjavík Judo Open (RJO) sem haldið var 29. jan. 2022 í Laugardalshöllinni og þar af voru fimm þeirra á aldrinum 15-16 ára að keppa á sínu sterkasta senioramóti fram að þessu stóðu þeir sig frábærlega. JR-ingar unnu ein gullverðlaun, þrenn bronsverðlaun og auk þess kepptu tveir um bronsverðlun, þeir Ingólfur Rögnvaldsson -66 kg og Skarphéðinn Hjaltason -90 kg en en urðu að sætta sig við í 5 sætið og þrír urðu í sjöunda sæti en það voru þeir Logi Haraldsson -81 kg, Daron Hancock -73 kg og Mikael Ísaksson -66 kg. Það var Zaza Simonishvili sem stóð sig best allar en hann sigraði örugglega -73 kg flokkinn og allar fjórar viðureignirnar á ippon. Kjartan Hreiðarsson átti góðan dag en hann varð þriðji í -73 kg flokki og sýndi alveg ótrúlega flott judo, vann fjórar viðureignir af fimm og tapaði aðeins gegn Filip frá CZE sem keppti síðar við Zaza til úrslita. Árni Lund -81 kg vann í fyrstu viðureign Færeying og í annar viðureign vinnur hann Frakka og mætir þá Michal Pfaf frá CZE í fjórðungs úrslitum og er þar full kærulaus í gólfglímunni og Pfaf kemst í hengingu sem Árni gat engan vegin varist og tapar og þar með var gullið úr sögunni. Hann mætti síðar Agertoft frá Danmörku í keppninni um bronsið og sigraði þar örugglega. Gamla kempan Máni Andersen sem ekki hefur keppt um árabil mætti til keppni og gerði sér lítið fyrir og nældi sér í bronsverðlaunin í -90 kg flokki, vel gert hjá Mána.

Hér er tengill á beina útsendingu frá mótinu á RÚV og hér neðar eru tenglar af streymi JSÍ.
RJO 2022 Mat 1RJO 2022 Mat 2RJO 2022 Finals

Úrslit: 201320142015201620172018201920202021, 2022

Hér eru úrslitin, myndir af verðlaunahöfum, nokkrar myndir frá mótinu og vidoklippa.

Reykjavík Judo Open 2022

Judosamband Íslands heldur nú í tíunda sinn Reykjavík Judo Open í samvinnu við RIG (Reykjavik International Games) og er þetta opið alþjóðlegt mót fyrir karla og konur sem verður haldið í Laugardalshöllinni laugardaginn 29. janúar og hefst með forkeppni frá 10:00 til 12:00 og brons og úrslitaglímur verða svo frá  14:00 til 15:30. Í gegnum tíðina hafa komið afar sterkir þátttakendur frá fjölmörgum löndum þar á meðal bæði heims og Ólympíumeistarar og í ár eru keppendur frá tólf þjóðum auk okkar bestu judomanna. RÚV verður með beina útsendingu frá keppninni frá kl. 14:00 en auk þess mun JSÍ streyma frá öllu mótinu, sjá tengla hér neðar.

Reykjavik Judo Open 2022 – Mat 1

Reykjavik Judo Open 2022 – Mat 2

Reykjavik Judo Open 2022 – Finals

Úrslit: 201320142015201620172018201920202021

Dómaranámskeið JSÍ

Dómaranefnd JSÍ stóð fyrir dómaranámskeiði 25. janúar síðastliðinn og var það haldið í JR. Farið var yfir það nýjasta í reglum IJF og helstu áherslur og vafaatriði útskýrð. Námskeiðið var vel sótt en þátttakendur sem mættu á staðin auk leiðbeinenda voru fimmtán auk fjölmargra sem fylgdust með á Teams.

Fleiri gráðanir í vikunni

Í vikunni sem leið fóru fram nokkrar gráðanir í JR. Þann 17. janúar tók Helena Bjarnadóttir og Weronika Komendera 2. kyu (blátt belti), 19. janúar var Mikael Ísaksson gráðaður í 1. kyu (brúnt belti), Nökkvi Viðarsson í 2. kyu og Helgi Hrafnsson í 3. kyu (grænt belti) og í dag var Romans Psenicnijs gráðaður í 1. kyu og þeir félagar Elías Þormóðsson og Gunnar Ingi Tryggvason voru gráðaðir í 2. kyu. Til hamingju öll með áfangann.

Frá v-h. Mikael, Nökkvi, Helgi, Romans, Elías og Gunnar Ingi

Æfingar hefjast-ný námskeið-frír prufutími

Vorönn 2022 hefst 3. janúar samkvæmt stundaskrá og er skráning hafin.

Æfingar meistaraflokks og framhalds 15 ára og eldri hefjast 3. janúar og Gólfglíma 30 + hefst þriðjudaginn 4. jan.

Byrjenda og framhaldsnámskeið 11-14 ára hefst mánudaginn 3. janúar.

Byrjenda og framhaldsnámskeið 7-10 ára hefst þriðjudaginn 4. janúar.

Námskeið barna 5-6 ára hefst laugardaginn 9. janúar.
(Allir byrjendur 5-6 ára fá judobúning frá JR)

Æfingar hjá byrjendum 15 ára og eldri hefast mánudaginn 10. janúar.

Hér er skráningarform en einning er hægt að hafa samband í síma 588-3200 eða senda tölvupóst á netfangið jr@judo.is
Helstu upplýsingar eins og æfingatímigjöldþjálfararstundaskrá og fleira má finna undir Námskeið

Allir fá fría prufutíma fyrstu vikuna. Það er í góðu lagi að mæta í prufutíma með síðar íþróttabuxur og bol ef þú átt ekki judobúning eða eitthvað svipað en judobúninga er hægt að fá hjá JR.

Hér eru nokkrar myndir af starfseminni frá nýliðnu ári

Elite æfingabúðir í Malmö

Í dag heldur af stað til Svíþjóðar níu manna hópur íslenskra judomanna og mun þar taka þátt í fimm daga æfingarbúðum í Malmö Elite Center og er það hluti af undirbúningi þeirra fyrir Reykjavík Judo Open 2022 en á það mót hafa boðað komu sína fjölmargir sterkir erlendir keppendur. Þeir sem fara eru Árni Lund, Ingólfur Rögnvaldsson. Kjartan Hreiðarsson, Skarphéðinn Hjaltason, Andri Ævarsson, Matthías Stefánsson, Jakub Tomczyk, Hrafn Arnarsson og Logi Haraldsson. Á myndina vantar þá tvo síðastnefndu.

Judomenn JR 2021

Judomaður ársins hjá Judofélagi Reykjavíkur var valinn í fyrsta skipti árið 2019  og er sá valinn sem best hefur staðið sig á árinu í senioraflokki. Þá er einnig valinn judomaður ársins í U21 árs aldursflokki og sá efnilegasti í U18/21. Við valið er ekki einungis tekið mið af árangri heldur einnig ástundun, framkomu og virðingu fyrir íþróttinni. Aðeins er valinn einn judomaður ársins hverju sinni, kona eða karl og það sama á við í U21 og þann efnilegasta.

Árni Pétur Lund er Judomaður JR 2021 og er það í annað sinn sem hann hlýtur þann heiður en hann var einnig judomaður JR 2019. Árni sem keppir jafnan í -81 kg flokki stóð sig vel á árinu. Hann vann öll mót sem hann tók þátt í hér heima í sínum þyngdarflokki og auk þess vann hann opna flokkinn á Íslandsmeistaramótinu og er hann ásamt einum til sá léttasti til þess að gera það en yfirleitt eru það keppendur í léttþungavigt og þungavigt sem hafa unnið þann flokk. Árni varð einnig Íslandsmeistari með félagi sínu JR í liðakeppni JSÍ sem var að vinna þann titil í tuttugusta skiptið. Vegna Covid-19 var þátttaka í erlendum viðburðum nánast engin og keppti Árni aðeins á tveimur erlendum mótum. Fyrst var það Evrópumeistaramótið, þar var hann óheppinn að mæta ríkjandi heimsmeistara í fyrstu umferð og tapaði og féll úr keppni og síðan keppti hann á alþjóðlegu móti í Finnlandi, Opna Finnska og varð þar í þriðja sæti. Helsti árangur

Ingólfur Rögnvaldsson er Judomaður JR 2021 í U21 árs aldursflokki og er það í fyrsta sinn sem hann hlýtur þann titil. Á Opna Finnska varð hann annar í -66 kg flokki karla og fékk bronsverðlaun í -66 kg í aldursflokki U21 árs. Á Baltic Sea Championships var Ingólfur ekki langt frá því að komast á verðlaunapall í aldursflokki U21 árs. Í flokknum hans -66 kg voru nítján keppendur og því keppt með útsláttar fyrirkomulagi. Hann sigraði keppanda frá Frakklandi í fyrstu viðureign en tapaði þeirri næstu gegn Svía sem að sigraði flokkinn síðar um daginn. Ingólfur fékk því uppreisnarglímu og sigraði þar keppanda frá Ísrael en tapaði svo fjórðu viðureign gegn keppanda frá Eistlandi og endaði því í sjöunda sæti. Hér heima keppti Ingólfur ýmist í -66 kg eða -73 kg flokki og vann öll þau mót sem hann tók þátt í. Helsti árangur

Aðalsteinn Karl Björnsson sem er 15 ára og keppti ýmist í -60 og 66 kg flokki var valinn efnilegasti Judomaður JR 2021. Hann stóð sig gríðavel á árinu, tók þátt í tveimur erlendum mótum og á Opna Finnska vann hann bronsverðlaun í -66 kg í U18. Hér heima keppti hann til úrslita ekki bara í sínum aldursflokki U18 þar sem hann vann langoftast heldur einnig í U21 árs og senioraflokkum. Aðalsteinn hefur verið mjög duglegur að mæta á aukaæfingar, lyftingar, þrek og tækniæfingar og er hann öðrum til fyrirmyndar og með sama áframhaldi á hann örugglega eftir að ná langt í íþróttinni enda mikið efni þar á ferð. Helsti árangur

Fv. Árni Pétur Lund, Aðalsteinn Karl Björnsson og Ingólfur Rögnvaldsson