Frétt af heimasíðu JSÍ. Zaza Simonisvhili hefur verið ráðin landsliðsþjálfari Judosambands Íslands og kemur til með að annast þjálfun cadet, Junior og senior landsliða karla og kvenna. Zaza er frábær judomaður, ákaflega vel liðinn og stanslaust að miðla og gefa af sér til annara iðkenda. Judofélag Reykjavíkur óskar stjórn JSÍ til hamingju með þessa ákvörðun og Zaza með stöðuna og hlakkar til að vinna með þeim að komandi verkefnum. Á myndinni hér að ofan er Zaza ásamt Þormóði Jónssyni framkvæmdastjóra JSÍ og Jóhanni Mássyni formanni JSÍ.
Æfingar í sumar
Síðasta æfing á vorönn hjá 11-14 ára var í gær og síðasta æfing hjá framhaldi 15 ára og eldri verður í dag þriðjudaginn 31. maí. Æfingar þeirra hefjast svo aftur seinnipart ágúst.
Meistaraflokkur æfir í sumar, líkast til fram í miðjan júlí (nánar tímasett síðar) en þá tökum við smá sumarfrí. Öllum iðkendum úr framhaldi 15 ára eldri og iðkendum sem eru 13 og 14 ára á árinu er velkomið að mæta á þær æfingar ef áhugi er fyrir því og verður að sjálfsögðu tekið tillit til ungs aldurs þeirra. Breyting verður á æfingadögum og tíma en þær verða á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum og hefjast kl. 17:30 og lýkur kl. 19:00.
Ævintýraferð JR
Laugardaginn 28. maí fór allstór hópur JR-inga í algjöra ævintýraferð að Meðalfellsvatni og var það Mámi Andersen og fjölskylda sem tók á móti hópnum sem taldi rúmlega tuttugu manns. Ýmislegt var gert sér til skemmtunnar og meðal annars farið í ógleymanlegt klettastökk og síðar um daginn fóru krakkarnir út á vatnið og voru þar dregin eftir því á blöðru sem þau þurftu að halda sér á. Hér eru nokkrar myndir frá ferðinni og videoklippa. JR þakkar Mána og fjölskyldu kærlega fyrir móttökurnar.
Þrjú systkin í judo
Að systkin æfi saman judo er ekki óalgengt en að þau séu þrjú kemur fyrir en er ekki jafn algengt. Þau Edda, Elva og Jóhann Kristjánsbörn æfa öll judo í JR. Elva sem æfir með aldursflokki 7-10 ára fékk í lok vorannar viðurkenningarskjal til staðfestingar á sinni gráðu en börn 10 ára og yngri fá strípu í beltið sitt en þegar þau ná 11 ára aldri fá þau ný belti. Jóhann og Edda sem æfa með aldursflokki 11-14 ára luku vorönninni með beltaprófi fyrir gult belti. Þau stóðu sig öll með sóma.
Komið sumarfrí hjá 5-10 ára börnum
Síðasta æfing fyrir sumarfrí hjá börnum 5-6 ára og 7-10 ára var haldin þriðjudaginn 24 maí s.l. og var það sameiginleg æfing þessara aldursflokka. Að lokinni æfingu fengu þau smá gjöf (handklæði) frá JR og viðurkenningarskjal til staðfestingar á því að hafa lokið judonámskeiði og beltaprófi á vorönn. Því miður vantaði allmarga á þessa æfingu þar sem mikið var um að vera þennan dag bæði í skólum og leikskólum svo þau sem komust ekki en vilja nálgast gjöfina og skjalið sem bíður eftir þeim í JR þá er best að hafa samband í gegnum jr@judo.is eða hringja. Það var ákaflega skemmtilegt og ánægulegt að starfa og leika með börnunum á önninni og vonandi að þau hafi einning skemmt sér vel og haft gagn og gaman af. Æfingar hefjast aftur seinnipartinn í ágúst og verður auglýst hér á judo.is og vonumst við til þess að sjá þau sem flest aftur.
JR með 11 gullverðlaun á ÍM yngri 2022
Íslandsmeistaramót í yngri aldursflokkum fór fram laugardaginn 21. maí. Keppt var í aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 árs og voru keppendur tæplega sextíu frá átta klúbbum. Keppnin var oft á tíðum jöfn og spennandi og fullt af flottum tilþrifum og glæsilegum ippon köstum. Þátttakendur frá JR voru tuttugu og fjórir og unnu þeir ellefu gullverðlaun, sjö silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun og er þeim hér óskað til hamingju frábæran árangur sem við hjá JR erum stoltir af. Keppt var á tveimur völlum og streymdi JSÍ frá mótinu. Hér má sjá glímurnar á velli 1. og velli 2. og hér er stutt videoklippa og úrslitin.
Leiðrétting- síðustu æfingar á vorönn
Í tilkynningu á judo.is þann 19. maí var ekki farið rétt með dagsetningar. Tilkynnt var að síðasta æfing barna 5-6 ára og 7-10 ára yrði fimmtudaginn 28. maí en það er laugardagur en þarna átti að vera 26. maí. Bent hefur verið á að fimmtudagurinn 26. maí sé uppstigningardagur og allmargir sem munu ekki komast þann dag svo ákveðið hefur verið að síðasta æfing á vorönn barna 5-6 ára og 7-10 ára verði næsta þriðjudag þ.e. 24. maí og þá verðum við með sameiginlega æfingu fyrir þessa aldursflokka frá kl. 17:30-18:30.
Síðasta æfing hjá 11-14 ára verður mánudagurinn 30. maí og síðasta æfing samkvæmt vorannar stundaskrá hjá framhaldi 15 ára og eldri verður þriðjudaginn 31. maí.
Meistaraflokkur æfir hinsvegar í sumar, líkast til fram í miðjan júlí (nánar tímasett síðar) og er öllum úr framhaldi 15 ára eldri og iðkendum sem eru 13 og 14 ára úr 11- 14 ára aldursflokki velkomið að mæta á þær æfingar en þær verða á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 18:30-20.
Beltapróf og síðustu æfingar á vorönn
Á undanförnum æfingum hafa verið haldin beltapróf fyrir yngstu iðkendur JR. Festir hafa lokið því en þó eru nokkrir eftir sem vor fjarverandi þegar prófin fóru fram sem vonandi ná að klára á næstu æfingum áður en vorönninni lýkur. Það verður æfing í dag og á þriðjudaginn hjá 7-10 ára eins og venjulega og æfing á laugardaginn hjá 5-6 ára. Síðasta æfing á vorönn barna 5-6 ára og 7-10 ára verður síðan fimmtudaginn 28 maí en þá verðum við með sameiginlega æfingu fyrir þessa aldursflokka verður hún frá kl. 17:30-18:30.
Síðasta æfing hjá 11-14 ára verður mánudagurinn 30. maí og síðasta æfing samkvæmt vorannar stundaskrá hjá framhaldi 15 ára og eldri verður þriðjudaginn 31. maí.
Meistaraflokkur æfir hinsvegar í sumar, líkast til fram í miðjan júlí (nánar tímasett síðar) og er öllum úr framhaldi 15 ára eldri og iðkendum sem eru 13 og 14 ára úr 11- 14 ára aldursflokki velkomið að mæta á þær æfingar en þær verða á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 18:30-20.
Til upplýsingar um beltakerfi JSÍ. Börn 10 ára og yngri fá strípur á beltin sín en á árinu sem þegar þau verða 11 ára þá fá þau ný belti við hverja gráðun (beltapróf). Litirnir á strípunum segja til um aldur judoka og fjöldi strípa segja til um hve lengi hann hefur æft en það er gefin ein strípa fyrir hverja önn og eru annirnar tvær á ári. Hér er má sjá litakerfi belta fyrir 10 ára og yngri og 11 ára og eldri.
Íslandsmót yngri 2022
Íslandsmót í yngri aldursflokkum verður haldið hjá Judodeild Ármanns í Laugardal laugardaginn 21. maí og hefst það með keppni í aldursflokkum U13 , U15 og U18 kl. 11:15 og lýkur þeirri keppni um kl. 12:30. Keppni í U21 árs aldursflokki hefst svo kl. 13:00 og mótslok eru áætluð um kl. 14:00.
Vigtun fyrir alla fer fram í JR 20. maí frá kl 17-18. Einnig er hægt að koma í vigtun á mótsdegi á mótsstað frá kl. 10:00-10:30 fyrir U13, U15 og U18 og kl. 11:30-12:00 fyrir U21. Aldursflokkur U21 má koma í vigtun á sama tíma og yngri flokkar ef það hentar þeim betur.
Hér eru úrslitin frá 2021.
Úrslit ÍM seniora 2022
Íslandsmót karla og kvenna 2022 var haldið laugardaginn 7. maí í íþróttahúsinu Digranes í Kópavogi. Keppendur voru fimmtíu og einn frá átta klúbbum. Keppt var í sex þyngdarflokkum karla og tveimur þyngdarflokkum kvenna og í opnum flokki karla og kvenna. Þetta var hörkumót og margar jafnar viðureignir sem sumar hverjar fóru í gullskor eins og t.d. opinn flokkur karla en þar áttust við þeir Zaza Simonishvili (-73kg) úr JR og Egill Blöndal (-90kg) úr UMFS. Zaza sigraði að lokum eftir rétt rúmlega sex mínútna glímu og er hann jafnframt sá léttasti frá upphafi til að vinna opna flokkinn á Íslandi. Nokkrir flokkar unnust þó nokkuð örugglega og voru fimm aðilar sem að vörðu titlana frá 2021. Þetta var góður dagur fyrir JR en JR- ingar urðu Íslandsmeistarar í fimm flokkum. Ingunn Rut Sigurðardóttir sigraði í -70 kg flokki og var það í þriðja skipti í röð sem hún vinnur þann flokk, Ingólfur Rögnvaldsson sigraði annað árið í röð í -66 kg flokki og það gerði einnig Zaza Simonishvili í -73 kg flokki og Árni Pétur Lund sigraði þriðja árið í röð í -81 kg flokki og eins og áður sagði sigraði Zaza einnig opinn flokk karla. Egill Blöndal, UMFS, sigraði í fimmta árið í röð -90 kg flokkinn, Þór Davíðsson, UMFS, sigraði -100kg flokkinn og var það í fjórða skiptið sem hann gerir það en ekki í röð því hann hefur inn á milli keppt í -90 eða +100 kg flokki og orðið meistari í þeim flokkum. Karl Stefánsson , JDÁ, sigraði +100 kg flokkinn og var þetta hans annar Íslandsmeistaratitill en hann sigraði einnig 2019. Anna Soffía Víkingsdóttir úr KA, sem keppti síðast á ÍM 2017 kom sá og sigraði og vann bæði í -78 kg flokkinn og opna flokkinn og var það jafnframt hennar nítjándi Íslandsmeistaratitill.
JSÍ streymdi frá mótinu, sjá tengla hér neðar, og hér er videoklippa frá því og hér eru úrslitin.
Íslandsmót seniora 2022 – Mat 1 Íslandsmót seniora 2022 – Mat 2
Hér neðar eru myndir af verðlaunahöfum, nokkrar myndir frá keppninni og myndir frá uppsetningu mótsins, tæknibúnaði og dýnum og frágangur að loknu móti.