Æfingahelgi JSÍ

Dagana 5-7 maí voru æfingabúðir á vegum JSÍ ætlaðar iðkendum í aldursflokkum U18, U21 og seniora flokkum haldnar í æfingasal Judofélags Reykjavíkur. Fyrsta æfingin var föstudadskvöldið 5. maí og var met mætingin en um fimmtíu þátttakendur mættu frá eftirfarandi klúbbum, Ármanni, ÍR, JG, JR, JS, KA og UMFS. Æfingarnar á laugardaginn og sunnudaginn voru einnig vel sóttar en þá mættu frá 30-45 manns og voru tvær æfingar hvorn daginn, morgunæfing og síðdegisæfing. Landsliðsþjálfarinn Zaza Simonishvili sá um æfingarnar sem voru fyrst og fremst randori, bæði standandi og gólfglíma og Zaza til aðstoðar voru þjálfarar klúbbanna. Hér er stutt videoklippa og myndir frá æfingunni.