Norðurlandameistaramótið 2023

Norðurlandameistaramótið verður haldið í Drammen í Noregi dagana 13-14 maí. Þátttakan er mjög góð en keppendur eru tæplega fimmhundruð frá öllum Norðurlöndunum. Á laugardaginn verður keppt í senioraflokki og aldursflokki U18 og á sunnudaginn verður keppt í U21 árs og 30 ára og eldri. Keppendur frá Íslandi eru sextán og með þeim í för er landsliðsþjálfarinn Zaza Simonishvili og Þormóður Jónsson. Flestir ef ekki allir keppendurnir okkar munu keppa í tveimur aldursflokkum þannig að keppendur í U18 keppa líka í U21 og keppendur í U21 keppa líka í senioraflokkum.

Í senioraflokki keppa þeir Egill Blöndal, Gísli Fannar Egilson, Hrafn Arnarsson, Ingólfur Rögnvaldsson og Karl Stefánsson.

Í aldursflokki U21 árs keppa þeir Birkir Bergsveinsson, Kjartan Hreiðarsson og Skarphéðinn Hjaltason.

Í aldursflokki U18 keppa Aðalsteinn Björnsson, Daron Hancock, Fannar Þór Júlíusson, Helena Bjarnadóttir, Mikael Ísaksson, Romans Psenicnijs og Weronika Kommandera og í Veterans flokki (30+) keppir Ari Sigfússon.

Hér er hægt er að sjá úrslitin og fylgjast með gangi mótsins og hér er streymi frá mótinu.