Beltapróf 7-10 ára og nýjar strípur í beltin

Í vikunni tóku nítján börn í aldursflokknum 7-10 ára beltapróf í JR, níu stúlkur og tíu drengir. Þessi frábæri hópur stóðst prófið með glæsibrag og fengu strípu í beltið sitt í viðeigandi lit en liturinn fer eftir aldri barns. Nokkur barnanna voru að fá sína fyrstu strípu en önnur sína aðra, þriðju, fjórðu eða fimmtu og sjö þeirra sína sjöttu strípu sem þýðir að viðkomandi er búinn að æfa í þrjú ár (hjá sumum þá hálfa æfina :)) en það eru gefnar tvær strípur á ári. Verkefni þeirra í beltaprófinu var að að sýna þrjú kastbrögð og tvö fastatök og hvernig á að losna úr því. Auk þess var farið yfir merki dómara, grunn judo reglur og hneigingar rifjaðar upp. Börn 10 ára og yngri fá strípur á beltin sín en þegar þau verða 11 ára þá fá þau ný belti. Hér má sjá litakerfi belta fyrir 10 ára og yngri og 11 ára og eldri. Ekki gátu allir iðkendur í þessum aldursflokki mætt í vikunni svo að þau sem ekki voru mætt taka sitt beltapróf næst þegar þau mæta en passað verður uppá það að enginn missi af því. Hér er mynd af börnunum að loknu prófi.