Góðmálmar á NM 2023

Norðurlandameistaramótið 2023 var haldið í Drammen í Noregi daganna 13-14 maí. Keppendur frá Íslandi voru sextán sem kepptu í U18, U21, Seniora og Veterans flokkum. Helena Bjarnadóttir (JR) varð í öðru sæti í U18 -70 kg og keppti hún einnig um bronsverðlaunin í sama flokki í U21 árs. Í veterans flokki (30 og eldri) keppti Ari Sigfússon (JR) og nældi hann sér í bronsverðlaunin í -100 kg flokki. Í karlaflokki sigraði Egill Blöndal (UMFS) í -100kg flokki og Karl Stefánsson (Ármanni) varð þriðji í +100 kg flokki. Aðrir keppendur stóðu sig einnig vel og unnu fjölda viðureigna þó ekki kæmust þeir á pall en Romans Psenicnijs (JR) komst næst því en hann keppti um bronsverðlaun í U18 í -66 kg flokki. Fleiri JR- ingar unnu viðureignir á mótinu, Aðalsteinn Björnsson vann sex viðureignir, Kjartan Hreiðarsson, Daron Hancock og Weronika Komendera unnu þrjár viðureignir hvor en aðrir færri. Þó ekki hafi komið fleiri verðlaun í hús þá var þetta góð reynsla fyrir okkar keppendur sem eru ungir að árum en meðalaldur keppenda frá JR er aðeins um 17 ár svo þeir eiga mikið inni.