Haustmót JSÍ 2021 í öllum aldursflokkum, U13/U15/U18/U21 og senioraflokkum verður haldið laugardaginn 2. okt. Íþróttahúsi Grindavíkur.
Uppfærð tímaáætlun.
Aldursflokkar U13, U15 og U18 hefja keppni kl. 10:00 áætluð mótslok kl. 11:30. Vigtun á keppnisdegi á mótsstað frá 9:00 til 9:30. Keppendur í aldursflokkum U21 og senioraflokki geta líka vigtað á þessum tíma.
Aldursflokkur U21 árs hefur keppni um kl. 11:30 og mótslok áætluð kl. 13:00. Vigtun á keppnisdegi á mótsstað frá 10:30 til 11:00. Keppendur í senioraflokki geta líka vigtað á þessum tíma.
Senioraflokkar hefja keppni um kl. 13:00 og mótslok áætluð um kl. 14:30. Vigtun á keppnisdegi á mótsstað frá 12:00 til 12:30.
Vegna sóttvarnarráðstafanna þurfa keppendur og áhofendur að notast við innganginn að aftanverðri byggingunni sem sýndur er á myndinn
Full starfsemi hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 23. ágúst. Æfingar barna 4-6 ára hefjast laugardaginn 28. ágúst, æfingar barna 7-10 ára hefjast þriðjudaginn 24. ágúst og einnig Gólfglíma fyrir 30 ára og eldri. Að lokum hefjast æfingar barna 11-14 ára, byrjenda og framhaldsæfingar 15 ára og eldri og meistaraflokkur mánudaginn 23. ágúst. Byrjendur fá frían prufutíma og er í góðu lagi að mæta í tímann með síðar íþróttabuxur og bol. Judobúninga er hægt að fá hjá JR.
Helstu upplýsingar eins og æfingatíma, gjöld og þjálfarar má finna hér. Frekari upplýsingar í síma 588-3200 eða senda tölvupóst á netfangið jr@judo.is
Hér er hægt að skrá sig og ef ákveðið er að halda áfram að loknum prufutíma þá er gengið frá lokaskráningu og námskeiðsgjaldi hér.
Æfingabúðirnar í Gerlev eru nú hálfnaðar og hefur hópurinn verið duglegir við æfingar. Á æfingum er góð tæknikennsla sem allir hafa lært mikið af. Aðalsteinn, Daron og Nökkvi æfa í yngri hópi sem er fyrir alla fædda 2006 og seinna. Daníel, Gylfi, Ingunn, Jakub, Kjartan, Matthías æfa með eldri hópi sem er fyrir alla fædda 2005 og fyrr. Æft er tvisvar á dag í báðum hópum og nóg úrval af glímufélögum og eru allir duglegir að sækja sér félaga. Í kringum æfingar er alltaf einhver dagskrá eins og fyrirlestrar, mismunandi íþróttakeppnir og ýmislegt annað sem er í boði. Danska landsliðið tekur þátt í æfingabúðunum og einnig eru hópar frá Póllandi, Slóvakíu, Svíþjóð og Tékklandi á meðal þátttakenda. Íslenski hópurinn kemur heim á laugardaginn.
JSÍ hefur valið landsliðshóp (Seniors, U21 og U18) sem leggur af stað í nótt til að taka þátt i æfingabúðum í Danmörku sem fara fram dagana 1. til 7 ágúst í Gerlev sem er í um klukkutíma fjarlægð frá Kaupmannahöfn með lest . Við höfum margoft tekið þátt í þessum æfingabúðum áður og líkað vel en æfingar eru tvær á dag við mjög góðar aðstæður og flottir þjálfarar. Dönsku landsliðin (Seniors, Juniors og Cadett) eru á meðal þátttakenda en auk þeirra er búist við um eitt hundrað þátttakendum víðs vegar úr Evrópu. Þau sem taka þátt að þessu sinni frá Íslandi eru, Gísli Egilson sem er fararstjóri og þjálfari, Ingunn Rut Sigurðardóttir, Matthías Stefánsson, Kjartan Hreiðarsson, Aðalsteinn Björnsson, Daron Hancock, Daníel Árnason, Nökkvi Viðarsson, Jakub Tomczyk og Gylfi Edduson. Fleiri voru valin til fararinnar eins og t.d. Hekla Pálsdóttir, Böðvar Arnarsson, Ingólfur Rögnvaldsson, Vésteinn Bjarnason, Hákon Garðarsson, Birkir Bergsveinsson svo einhverjir séu nefndir en komust ekki eða urðu að hætta við þátttöku.
Þá er glæsilegri judokeppni og frábærri skemmtun Ólympíuleikanna Tokyo 2020 lokið og má finna öll úrslitin hér á heimasíðu IJF (Alþjóða Judosambandið). Hér er umfjöllun og ýmiskonar samantekt um keppnina sem og fullt af myndum á heimasíðu EJU ( Evrópu Judosambandið )
Ólympíuleikarnir 2020 í Tokyo hófust í dag 23. júlí og munu standa til 8. ágúst. Judokeppnin hefst á morgun og stendur í átta daga. Keppt verður í einum kvennaflokki og einum karlaflokki dag hvern í sjö daga en þyngdarflokkarnir eru sjö hjá hvoru kyni. Áttunda daginn verður svo keppt í liðakeppni og eru þrjár konur og þrír karlar í hverju liði en þar munu tólf þjóðir eigast við.
Keppendurnir eru 393 frá 5 heimsálfum og 128 þjóðum, 201 karlar og 192 konur. Sveinbjörn Iura sem var líklegastur Íslenskra judomanna til að komast á leikana náði því miður ekki að vinna sér inn þátttökurétt og verður því enginn fulltrúi frá Íslandi á meðal keppenda að þessu sinni.
Keppnin hefst alla daga kl. 2 að nóttu á okkar tíma (11 að morgni í Japan) og úrslit fara svo fram kl. 8 að morgni á okkar tíma. Keppt verður á tveimur völlum og er hægt að horfa á mótið beinni útsendingu hjá IJF en til þess þarf að hafa (IJF account) og er hann frír og notast aftur og aftur. Hér er keppnisröðin og drátturinn í öllum flokkum.
Því miður er ekki hægt að horfa á mótið í beinni útsendingu hjá IJF eins og auglýst var hér ofar sökum sjónvarpsréttarákvæða. Mæli með að nota Eurosport eða hlaða niður appi í símann (Eurosport Player) og kostar mánaðar áskrift um 1.000 kr og hægt að fylgjast með öllum íþróttagreinum á leikunum í beinni útsendingu eða skoða síðar.
Dagskrá
Laugardagur 24 júlí 2021 Dagur 1 (Konur -48 kg völlur 1, Karlar -60 kg völlur 2)
Sunnudagur 25 júlí 2021 Dagur 2 ( Konur -52 kg völlur 2, Karlar -66 kg völlur 1)
Mánudagur 26 júlí 2021 Dagur 3 ( Konur -57 kg völlur 1, Karlar -73 kg völlur 2)
Þriðjudagur 27 júlí 2021 Dagur 4 ( Konur -63 kg völlur 2, Karlar -81 kg völlur 1)
Miðvikudagur 28 júlí 2021 Dagur 5 ( Konur -70 kg völlur 1, Karlar -90 kg völlur 2)
Fimmtudagur 29 júlí 2021 Dagur 6 ( Konur -78 kg völlur 2, Karlar -100 kg völlur 1)
Föstudagur 30 júlí 2021 Dagur 7 ( Konur +78 kg völlur 1, Karlar +100 kg völlur 2)
Laugardagur 31 júlí 2021 Dagur 8 Liðakeppnin/blönduð lið
Judosamband Íslands gráðaði þá félaga Vilhelm H. Svansson og Craig D. Clapcott úr Judodeild Ármanns í gær og stóðust þeir prófið með glæsibrag. Craig fékk sitt fyrsta svarta belti þegar hann tók gráðuna 1. dan og Vilhelm eða Villi eins og hann er alltaf kallaður tók gráðuna 2. dan en hann tók 1. dan 2011 eða fyrir 10 árum. Til hamingju með áfangann.
Vilhelm H. Svansson og Craig D. Clapcot að loknu gráðuprófi
Alþjóða judosambandið (IJF) gaf út í síðustu viku keppendalista þeirra sem munu taka þátt í Ólympíuleikunum sem haldnir verða í Tokyo í sumar en judokeppnin fer fram dagana 24 til 31 júlí. Hér er keppendalisti karla og hér er keppendalisti kvenna. Af 366 keppendum koma 192 þeirra frá Evrópu eða um 52% sem segir allt um það hve íþróttin er öflug í Evrópu. Allmargar þjóðir eiga fleiri en einn keppenda sem náði lágmörkunum en vegna keppendakvóta verða þær því að ákveða á næstunni hver þeirra muni keppa fyrir þeirra hönd. Að lokinni einstaklingskeppninni verður keppt í blandaðri liðakeppni, þrjár konur og þrír karlar í hverju liði (konur -57,-70,+70 og karlar -73,-90,og +90 kg.) og er listinn hér yfir þær tólf þjóðir sem munu etja kappi saman.
Sportabler er vef – og snallsímaforrit sem Judofélag Reykjavíkur hefur tekið í notkun og gerir skipulagningu og samskipti í starfinu skilvirkari og einfaldari. Kerfið er ætlað þjálfurum, iðkendum, foreldrum og starfsmönnum íþróttafélaga.
Þetta ferli fyrir neðan á einungis við þá sem eru ekki með Sportabler aðgang. Ef þú ert með Sportabler aðgang þarftu ekki kóða til að sjá nýja flokka. Það er nóg fyrir þjálfara/íþróttastjóra JR að bæta iðkandanum við í flokkinn og þá kemur dagskráin sjálfkrafa inn hjá foreldra/leikmanni.
Forsenda þess að geta skráð sig í Sportabler er að þjálfari hafi skráð leikmann með kennitölu í flokkinn.
Hér eru skrefin að skráningu. 1. Skrá í hóp: Fara á www.sportabler.com eða í appstore/playstore til að ná í appið (IOS)/(Android)(mælum með appinu). Þegar þú opnar appið sérðu neðst á síðunni Nýr notandi? Skráðu þig í hóp.
2. Setja inn kóða flokksins/hópsins, (sjá neðst á þessari síðu): Þið fáið kóðann frá þjálfara eða leikmanni/aðstandanda sem er nú þegar skráður í flokkinn. Næsta skref er að stimpla kóðann inn. ATH þið getið líka stimplað inn kóðann í gegnum tölvu á sportabler.com—>Innskrá—> Skráning í flokk með kóða ef það hentar betur.
3. Fylla inn skráningaupplýsingar (Velja “Ég er leikmaður” / “Ég er foreldri”eftir því sem við á). Leikmaður setur inn sitt netfang (Netfang leikmanns), foreldri setur inn sitt netfang (Netfang foreldris). Ekki blanda þessum skráningum saman.
4. Staðfesta netfang í tölvupósti sem þið fáið frá Sportabler: Smella á “hér” þá opnast nýr gluggi (Skref 5). Muna eftir að athuga ruslpóst/spam folder.
5. Búa til lykilorð Veljið ykkur lykilorð. Samþykkja þarf skilmála Sportabler og hvetjum við ykkur til þess að kynna ykkur þá.
6. Allt klárt ! Skrá sig inn og þá ætti “Mín dagskrá” að taka á móti ykkur. Hér er svo hægt að sjá stutt kynningarmyndband um kerfið.
Spurningar, vandræði eða útskýringar, hafið samband við þjónustuver Sportabler eða í gegnum sportabler@sportabler.com
Hér fyrir neðan eru kóðar flokka til að skrá sig inn í Sportabler. Veljið þann flokk sem iðkandi stundar.
Börn 5-6 ára, kóði 72221H Börn 7-10 ára, kóði O2176E Börn 11-14 ára, kóði AJFKJV Byrjendur 15 ára og eldri, kóði 6OJL7E Framhald 15 ára og eldri, kóði OSESPT Meistaraflokkur JR (brúnt belti eða hærri gráða), kóði YDZ1VB Gólfglíma 30 ára og eldri, kóði STVBNR
Manage Cookie Consent
Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.
Functional
Always active
The technical storage or access is strictly necessary for the legitimate purpose of enabling the use of a specific service explicitly requested by the subscriber or user, or for the sole purpose of carrying out the transmission of a communication over an electronic communications network.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Statistics
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.The technical storage or access that is used exclusively for anonymous statistical purposes. Without a subpoena, voluntary compliance on the part of your Internet Service Provider, or additional records from a third party, information stored or retrieved for this purpose alone cannot usually be used to identify you.
Marketing
The technical storage or access is required to create user profiles to send advertising, or to track the user on a website or across several websites for similar marketing purposes.