Elite æfingabúðir í Malmö

Í dag heldur af stað til Svíþjóðar níu manna hópur íslenskra judomanna og mun þar taka þátt í fimm daga æfingarbúðum í Malmö Elite Center og er það hluti af undirbúningi þeirra fyrir Reykjavík Judo Open 2022 en á það mót hafa boðað komu sína fjölmargir sterkir erlendir keppendur. Þeir sem fara eru Árni Lund, Ingólfur Rögnvaldsson. Kjartan Hreiðarsson, Skarphéðinn Hjaltason, Andri Ævarsson, Matthías Stefánsson, Jakub Tomczyk, Hrafn Arnarsson og Logi Haraldsson. Á myndina vantar þá tvo síðastnefndu.