Sumarnámskeið fyrir 8-14 ára

Júdonámskeið fyrir iðkendur 8-14 ára verður haldið í Júdofélagi Reykjavíkur dagana 1-15 júlí og eru æfingar frá kl. 9 -12:30.
Þetta er ekki byrjendanámskeið heldur hugsað fyrir þá sem hafa einhvern júdogrunn og er það opið iðkendum annara júdoklúbba.

Þátttakendur taki með sér nesti til að neyta á milli æfingalota.

Æfingarnar fara fram að öllu jöfnu innandyra í JR en ef og þegar veður leyfir þá munu einhverjar þeirra verða færðr út undir bert loft. Fyrsta æfing verður miðvikudaginn 1. júlí og er dagskráin hér neðar.

Mæting kl. 9:00
Æfing 9:15 til 10:30
Kaffihlé 10:30-11:00
Æfing frá 11:00 -12:30 sem verður brotin upp með einu 15 mín drykkjarhléi.

Námskeiðið stendur í ellefu daga og kostar 23.000 krónur.
Þjálfarar eru Guðmundur B. Jónasson 1. dan og Emil Þ. Emilsson 1. dan

Skráningarfrestur til föstudagsins 26. júní.

Hér er skráningarform en einning er hægt að skrá sig í síma 588-3200 eða senda tölvupóst á netfangið jr@judo.is

Æfingar í sumar hjá JR

Æfingar 8-10 ára og 11-14 ára hafa verið sameinaðar og verða þær út júní til að vinna upp tapaðan tíma sem tapaðist vegna Covid-19. Æfingar eru á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 17:30-18:30.

Æfingar hjá framhaldi 15 ára og eldri hafa verið sameinaðar með meistaraflokki og verða þær á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 18:30-20:00

Byrjendaæfingar í öllum aldursflokkum hefjast svo aftur seinnipart ágústmánaðar og verður það auglýst síðar.

Júdo-æfingar hefjast aftur á mánudaginn

Nú rétt í þessu birti heilbrigðisráðherra nýja auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Takmörkun á samkomum, skv. nýju auglýsingunni, tekur gildi 25. maí nk. kl. 00:00 og gildir til 21. júní nk. kl. 23:59.

Samkvæmt ofangreindu getum við hafið æfingar aftur í öllum aldursflokkum og fyrsta æfing meistaraflokks verður næsta mánudag kl. 18:30.

Eftirfarandi barst frá ÍSÍ í dag. Okkur öllum til mikillar gleði þá getur íþróttaiðkun allra aldurshópa í landinu nú farið fram án takmarkana.

Áfram verða þó fjöldatakmarkanir á íþróttaviðburðum sem og öðrum viðburðum, þannig að ekki mega fleiri en 200 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Það þýðir að takmarkanir verða á fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum.

Við hvetjum alla í íþróttahreyfingunni til að lesa nýju auglýsinguna vel, kynna sér innihald hennar vandlega og fara í einu og öllu eftir tilmælum og reglum yfirvalda.

https://isi.is/frettir/frett/2020/05/22/Ithrottaidkun-an-takmarkana/

Hér neðar er auglýsing heilbrigðisráðherra og minnisblað sóttvarnalæknis.

Frétt heilbrigðisráðuneytis um nýja auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Æfingar eru vel sóttar

Æfingar barna í 10 bekk og yngri hafa verið vel sóttar. Æfingar eru fimm daga vikunnar kl. 17:30-18:30. Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum eru júdoæfingar í JR en á þriðjudögum og fimmtudögum eru útiæfingar sem haldnar eru við leiksvæðið við Gufunesbæ í Grafarvogi svo það verður æfing þar í dag. Þegar vel viðrar og vel liggur á mannskapnum verður boðið í grill eins og gert var síðasta fimmtudag. Hér neðar eru myndir frá æfingum í síðustu viku og æfingunni í gær.

Fyrsta æfing eftir samkomubann

Æfingar barna í 10 bekk og yngri eru hafnar og var vel mætt á fyrstu æfingu í gær eftir samkomubann en bæði iðkendur og þjálfarar voru greinilega orðnir spenntir að geta hafið æfingar á ný. Æft verður út júní til að vinna upp tapaðan tíma og verða þær á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 17:30-18:30. Við ætlum einnig að fjölga æfingum og bæta við þriðjudögum og fimmtudögum á sama tíma fyrir þá sem vilja og hafa tök á að mæta en þetta verða útiæfingar hlaup, þrek, leikir, tækniæfingar og gæti veður því haft áhrif á hvort þær verði eða falli niður en það verður þá tilkynnt. Einnig verða útiæfingarnar ekki endilega á sama stað en það verður tilkynnt hverju sinni hvar hún verður.

Fyrsta æfing verður í dag og verður hún við leiksvæðið við Gufunesbæ í Grafarvogi frá 17:30-18:30. Þó þetta sé hlaupa/þrek æfing að mestu þá ætlum við að taka smá tækniæfingu líka svo hafið með ykkur júdojakkann og belti .

Hér eru nokkra myndir frá æfingunni í gær

Æfingar barna hefjast í dag

Æfingar barna 6-15 ára hefjast í dag og verða æfingar á sömu dögum og á sama tíma. Fyrsta æfingin er í dag kl. 17:30.

Í dag taka í gildi nýjar reglur hvað varðar takmarkanir á samkomum vegna farsóttar sem Í dag taka í gildi nýjar reglur hvað varðar takmarkanir á samkomum vegna farsóttar sem heilbrigðisráðherra birti þann 21. apríl. Takmörkunin á samkomum tók gildi 4. maí 2020 kl. 00.00 og gildir til 1. júní 2020 kl. 23.59. Stjórnvöld endurmeta þörf á takmörkuninni eftir því sem efni standa til, þ.e. hvort unnt sé að aflétta henni fyrr eða hvort þörf sé á að framlengja gildistíma hennar. Takmörkun á samkomum tekur til landsins alls.

Meira geitahlaup

Það var vel mætt á hlaupa/þrekæfinguna í dag, veðrið var í góðu lagi, smá gola og nánast þurrt og flestir voru að bæta sig og ná betri tíma. Af gefnu tilefni var að sjálfsögðu minnt á að virða tveggja metra regluna bæði á hlaupum og í myndatöku. Þeir sem mættu í dag voru Árni Lund, Oddur Kjartans, Þórarinn Rúnars, Andri Ævars, Ingunn Rut, Ingólfur Rögnvalds, Kjartan Hreiðars, Daníel Árna og Logi Haralds og nutum þau aðstoðar Halldórs Guðbjörnssonar sem var ekki bara margfaldur Íslandsmeistari í júdo heldur einnig margfaldur Íslandsmeistrari í hlaupum áður en hann hóf að æfa júdo. Hér eru myndir af hópnum en það vantar Loga sem þurfti að fara fyrr.

Frá vinstri, Árni, Oddur, Þórarinn, Andri, Halldór, Ingunn, Ingólfur, Kjartan og Daníel.

Geitahlaup

Það var vel tekið á því í Geitahlaupðinu um helgina en aðeins farnar þrjár ferðir. Árni Lund var fljótastur að þessu sinni og besti tíminn hjá honum var 1:56. Næsta æfing verður í dag.

Daníel, Árni, Ingólfur, Andri og Oddur að lokinni æfingu á laugardaginn.