Ekki æfing á morgun- jólafrí í öllum flokkum

Ákveðið hefur verið vegna mikillar fjölgunar Covid-19 smita að fella niður síðustu æfingar fyrir jól hjá 15 ára og eldri sem voru á dagskrá á morgun, þriðjudag og miðvikudag og er því komið jólafrí í öllum aldursflokkum. Æfingar hefjast aftur á nýju ári mánudaginn 3. janúar.

Ef mikil stemming verður fyrir því (15 ára og eldri) að æfa á milli jóla og nýárs þ.e. dagana 27, 28 og 29 des. og Covid-19 stoppar það ekki þá verður það tilkynnt hér.