Fleiri gráðanir í vikunni

Í vikunni sem leið fóru fram nokkrar gráðanir í JR. Þann 17. janúar tók Helena Bjarnadóttir og Weronika Komendera 2. kyu (blátt belti), 19. janúar var Mikael Ísaksson gráðaður í 1. kyu (brúnt belti), Nökkvi Viðarsson í 2. kyu og Helgi Hrafnsson í 3. kyu (grænt belti) og í dag var Romans Psenicnijs gráðaður í 1. kyu og þeir félagar Elías Þormóðsson og Gunnar Ingi Tryggvason voru gráðaðir í 2. kyu. Til hamingju öll með áfangann.

Frá v-h. Mikael, Nökkvi, Helgi, Romans, Elías og Gunnar Ingi