Íslandsmótið 2022 í sveitakeppni (liðakeppni) verður haldið í Laugardalshöllinni laugardaginn 19. nóvember. Í sveitakeppni er keppt í karla og kvennaflokkum og í aldursflokkunum U15 (11-14 ára), U18, U21 og senioraflokki en þó hefur ekki alltaf verið næg þátttaka til að keppni hafi farið fram í öllum flokkum. JR mun senda karlalið í U15, U18, U21 og senioraflokka en því miður náum við ekki að manna kvennasveitir að þessu sinni en það stendur til bóta og vonandi náum við því 2023. Mótið hefst kl. 13 og mótslok áætluð um kl. 16 en nánari tímasetning að lokinni skráningu. Skráningarfrestur er til miðnættis 14. nóvember og vigtun fer fram hjá JR föstudaginn 18. nóv. frá 18 -19. Myndin sem hér fylgja eru af verðlaunasveitum JR frá keppninni 2021 og hér eru úrslitin frá 2019 en keppnin féll niður 2020 vegna Covid-19.