Úrslit í Sveitakeppni JSÍ 2021

Íslandsmótið 2021 í sveitakeppni fór fram föstudaginn 19. nóv. Upphaflega átti mótið að fara fram á Selfossi 20. nóv en sökum þátttökuleysis annara klúbba en JR þá var það fært til Judofélags Reykjavíkur. Keppt var í öllum aldursflokkum og var JR með þrjár karlasveitir, tvær sveitir í U21 árs, U18 og U15 og auk þess eina kvennasveit og eina stúlknasveit í U15 en ekki var keppni hjá þeim þar sem mótherja vantaði. Því miður sendu önnur félög ekki sveitir að þessu sinni í þessa sögulegu og mest spennandi keppni hvers árs sem sveitakeppnin jafnan er og skipar einn stærstan sess í sögu hvers félags en líklega hafði Covid19 eitthvað um það að segja en vonandi gengur betur næst. Þar sem að önnur félög sendu ekki sveitir þá var þetta innbyrðis keppni milli sveita JR sem var reyndar mjög skemmtileg og ekkert gefið eftir. Í karlaflokki sigraði sveit JR-A og í öðru sæti var JR-B og bronsverðlaunin fóru til JR-C. Það fór eins í öðrum aldursflokkum JR -A sigraði í öllum aldursflokkum og JR-B varð í öðru sæti. Síðast var keppt í sveitakeppninni 2019 en hún féll niður 2020 vegna Covid-19. JR er Íslandsmeistari karla 2021 og er það í áttunda skipti í röð og í tuttugusta skipti alls. Með sigrinum núna var met slegið frá 1974-1980 en JR ingar þeirra daga sigruðu sjö ár í röð. Keppnin var fyrst haldin árið 1974 og var þetta í 45 skiptið sem keppt er en hún féll niður 1993, 2002 og 2020. JR hefur nú sigrað oftast allra félaga eða tuttugu sinnum og þar á eftir kemur Judodeild Ármanns sem hefur sigrað nítján sinnum, Judodeild KA fimm sinnum og UMFK einu sinni, sjá hér. Hér neðar eru úrslitin og myndir frá mótinu.

Karlasveitviðureignir
Karlar U21viðureignir
Karlar U18viðureignir
Drengir U15 viðureignir