Reykjavíkurmeistaramótið breytt dagskrá

Ákveðið hefur verið að færa Reykjavíkurmeistaramótið 2022 fram um einn dag og verður það því haldið föstudaginn 11. nóvember. Keppt verður í öllum aldursflokkum þ.e. U13, U15, U18, U21 og karla og kvennaflokkum og lágmarksgráða er gult belti, 5. kyu.

Aldursflokkur U13 og U15 hefja keppni kl. 17:00 og mótslok áætluð kl. 18:00 og er vigtun frá kl. 16:00 til 16:30. á keppnisdegi.

Keppni í U18 og U21 hefst svo kl. 18:00 og keppni í senioraflokki kl. 19:00 og mótslok áætluð um kl. 20:00. Vigtun í U18/U21 og seniorafloki verður frá kl. 17:00 til 17:30 á keppnisdegi.