Komust ekki áfram í Tyrklandi

Antalya Grand Prix lauk í gær en því miður komust okkar menn ekki áfram að þessu sinni. Sveinbjörn Iura tapaði sinni viðureign í 81 kg flokknum á refsistigum gegn Bohdan Zusko frá Úkraníu en Egill Blöndal tapaði á ippon kasti í -90 kg flokknum gegn Reka Palkin frá Kazakhstan Hér má sjá glimuna hans Sveinbjörns og hér er glíman hans Egils. Þeir taka nú þátt í æfingabúðum, OTC Going for Gold Antalya 2019 út þessa viku og eru væntanlegir heim næstu helgi.

Egill og Sveinbjörn keppa á GP. Antalya

Antalya Grand Prix hófst í dag og stendur í þrjá daga. Á morgun, laugardaginn 6. apríl mun Sveinbjörn Iura keppa í 81 kg flokknum og á sunnudaginn 7. apríl keppir Egill Blöndal í -90 kg flokknum. Með þeim í för er landsliðsþjálfarinn Jón Þór Þórarinsson. Að loknu móti taka þeir svo þátt í æfingabúðum, OTC Going for Gold Antalya 2019 í næstu viku. Keppendur á GP. Antalya eru frá 75 þjóðum, 297 karlar og 188 konur eða alls 485 keppendur. Búið er að draga og á Sveinbjörn 14 glímu á velli 1 en hann mætir Bohdan Zusko frá Úkraníu. Egill á fyrstu glímu á velli 2 og mætir Reka Palkin frá Kazakhstan. Keppnin verður í beinni útsendingu og hefst kl. 7:00 að morgni að Íslenskum tíma.

Nokkrar gif myndir frá VM JSÍ 2019

Dómaranámskeið JSÍ

Miðvikudaginn 10. apríl mun dómaranefnd JSÍ halda dómaranámskeið og verður það haldið hjá JR og hefst það kl. 20. Farið verður yfir það nýjasta úr dómarareglunum og áherslur. Ásamt dómurum og tilvonandi dómurum er mikilvægt að þjálfarar mæti einnig sem og helstu keppendur 15 ára og eldri.

Refereeing & Coaching Seminar

Þeir Birkir Hrafn Jóakimsson og Sævar Sigursteinsson JSÍ dómarar taka nú þátt í EJU dómara og þjálfararáðstefnu sem haldin er í Antalya í Tyrklandi dagana 22-24 mars. Þar er farið yfir allar helstu áherslur í dómgæslu og dómarareglunum. Þeir félagar munu síðan koma þeim upplýsingum áfram til okkur hinna á dómara og þjálfaranámskeiði JSÍ. Meðfylgjandi eru myndir frá ráðstefnunni og má sjá þá félaga á þeim.

Vormót seniora 2019 – úrslit

Vormót JSÍ í karla og kvenna flokkum var haldið í dag í judosal JR. Ófært var frá Akureyri svo að keppendum fækkaði eitthvað vegna þess sem og veikindi settu strik í reikningin. Mótið var þó mjög skemmtilegt og fullt af flottum og spennandi viðureignum og glæsilegum köstum. Hér eru nokkar myndir frá mótinu og úrslitin.

Vormót seniora 2019

AM yngri í feb. 2019

Vormót JSÍ í karla og kvenna flokkum verður haldið laugardaginn 23. mars hjá JR og hefst kl. 10. Keppendur eru tæplega þrjátíu frá sex klúbbum. Vigtun fer fram í JR föstudagskvöldið 22. mars frá 18-20. Myndin sem hér fylgir er frá AM yngri 9. feb. 2019. Hér er keppendalistin.

JR með 9 gullverðlaun á Vormóti JSÍ 2019

Það voru rúmlega áttatíu keppendur sem tóku þátt í vel heppnuðu Vormóti JSÍ í yngri aldursflokkum á Akureyri í dag. Mótið var í umsjón KA og fórst þeim það vel úr hendi. Hægt var að fylgjast með framvindu mótsins á netinu og auk þess var bein útsending frá því á KA-TV sem var alveg frábært og alveg sérstaklega fyrir þá sem ekki komust á mótsstað. Við JR ingar áttum mjög góðan dag og unnum við til níu gullverðlauna og auk þess fjögur silfur og fjögur bronsverðlaun. JR vil óska keppendum til hamingju með árangurinn og þjálfurunum fyrir frábært starf sem þeir hafa innt af hendi. Einnig viljum við þakka foreldrum sem fóru með í þessa ferð fyrir þeirra aðstoð og stuðning. Hér eru úrslitin.