Logi, Ægir og Sveinbjörn á OTC í Mittersill

Þeir félagar Logi Haraldsson, Ægir Valsson og Sveinbjörn Iura fóru í morgun til Austurríkis en þar munu þeir taka þátt í OTC æfingabúðunum í Mittersill og verða þar út vikuna og er þetta er liður í undirbúningi þeirra fyrir Reykjavík Judo Open sem verður haldið 25. janúar og norðurlandamótið sem verður í Reykjavík 25 og 26 apríl. Í Mittersill eru þeir í góðum félagsskap en á þessar æfingabúðir mæta flestir af bestu júdomönnum og konum heims. Þeir Árni Lund og Egill Blöndal hefðu einnig átt að vera í Mittersill en eru að jafna sig eftir smá meiðsli og voru því ekki tilbúnir í verkefnið að þessu sinni. Hér neðar eru nokkra myndir af strákunum og fleirum við ýmis tækifæri.