Jólafrí 2019

Síðasta æfing fyrir jól hjá 8-10 ára og 11-14 ára verður föstudaginn 20. des. en þá verður haldin sameiginleg æfing með báðum þessum aldursflokkum og er mæting kl. 17. Að lokinni æfingu verður boðið í kaffi/gos og kökur. Reglulegar æfingar hefjast svo aftur 2020 samkvæmt stundaskrá. Þriðjudaginn 7. janúar hefjast æfingar hjá 8-10 ára og miðvikudaginn 8. janúar hjá 11- 14 ára.

Síðasta æfing fyrir Jól hjá framhaldi 15 ára og eldri er í dag 19. des. og æfingar hefjast svo aftur þriðjudaginn 7. janúar 2020. Æfingar hjá meistaraflokki verða fram að áramótum sem hér segir, föstudaginn, 20. des, 27. des. og mánudaginn 30 des. Fyrsta æfing á nýju ári verður svo föstudagurinn 3. janúar.