Ásta júdokona ársins og Kjartan efnilegastur

Á uppskeruhátíð JSÍ í dag voru veittar ýmsar viðurkenningar eins og fyrir þjálfaranám, dómari ársins, staðfesting á dan gráðum, bronsmerki JSÍ og síðast en ekki síst tilkynnt um val á júdomanni og konu ársins og þau efnilegustu í U18/U21. Ásta Lovísa Arnórsdóttir úr JR var útnefnd júdokona ársins 2019 og Sveinbjörn Iura úr Ármanni Júdomaður ársins og efnilegust voru þau Kjartan Hreiðarsson úr JR og Heiðrún Pálsdóttir úr UMFN og óskum við þeim til hamingju með útnefninguna. Á myndunum hér neðar afhendir varaformaður JSÍ Arnar Ólafsson þeim Ástu og Kjartani viðurkenningar sínar.