Páskamót JR og Góu 2019

Páskamót JR verður haldið 4. maí að þessu sinni en það hefur venjulega verið haldið fyrstu helgi eftir Páska en þar sem Íslandsmót seniora var um þá helgi urðum við að færa það aftur um eina viku. Páskamótið sem verið hefur eitt vinsælasta mót ársins hjá yngri judo iðkendunum og jafnframt eitt fjölmennasta mót hvers árs hefst kl. 10 hjá aldurshópnum 8-10 ára og stendur til kl. 12 og þá hefst keppni í aldursflokknum 11-14 ára sem ætti að ljúka um kl. 14.  Vigtun er á keppnisstað frá 9-9:30 fyrir alla aldurshópa. Keppendur í aldursflokknum 11-14 ára geta líka mætt í vigtun frá 11-11:30.  Þeir sem mæta ekki í vigtun á réttum tíma verða afskráðir svo keppnin geti hafist á réttum tíma. Nánari upplýsingar hér.

Úrslit Íslandsmóts karla og kvenna 2019

Frábæru Íslandsmóti karla og kvenna 2019 sem var haldið í Laugardalshöllinni í 27. apríl lauk með því að tíu Íslandmeistarar voru krýndir og þar af voru fjórir sem voru að vinna titilinn í fyrsta sinn. Úrslitin voru nokkuð eftir bókini en þó ekki alveg. Þór Davíðsson vann -100 kg flokkinn og var það hans fjórði titill en ýmist í þeim flokki eða – 90kg. Janusz Komendera vann titilinn í þriðja skiptið en ekki í röð en það geri hinsvegar Ásta Lovísa Arnórsdóttir er hún vann -63 kg flokkinn þriðja árið í röð og nokkuð örugglega og það gerðu einnig þeir Gísli Egilson í -73 kg flokki og Egill Blöndal -90 kg flokki. Egill vann einnig opinn flokk karla og nú í annað sinn. Úrslitaviðureig Egils í opnum flokki var gegn Þór Davíðssyni. Sú viðureign fór í gullskor og endaði með sigri Egils eins og áður hefur komið fram en það sem er eftirminnilegast að líklega settu þeir Íslandsmet í gullskors glímulengd þvi hún varði í 8 mínúrur og 31 sekúndu en áður höfðu þeir glímt í 4 mínútur. Í -81 kg flokknum var búist við hörku úrslitaviðureign milli þeirra félaga Loga Haraldssonar og Árna Péturs Lund en sú viðureign varð í styttra lagi þegar Árni fór eldsnögt í bragð og skoraði ippon og innbyrti sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. En því var einmitt öfugt farið á ÍM 2017 en þá mættust þeir Logi og Árni í úrslitum og þá vann Logi og einnig sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Dofri Bragason -60 kg og Karl Stefánsson +100 kg og Ástrós Hilmarsdóttir en hún keppti í opnum flokki kvenna voru eins og Árni Lund að vinna sína fyrstu Íslandsmeistaratitla. Hér eru úrslitin og nokkar myndir frá mótinu.

Búið að draga á ÍM seniora

Íslandsmót karla og kvenna 2019 verður haldið á morgun í Laugardalshöllinni og hefst kl. 10 með forkeppni sem lýkur um kl. 12. Úrslit hefjast svo kl. 13 og standa þau yfir til um kl. 14 en þá hefst keppni í opnum flokkum sem lýkur um kl. 15:30 og mótslok kl. 16:00. Búið er að draga og er keppendalistinn hér.

Mótið verður í beinni útsendingu á youtube. Völlur 1. og Völlur 2.

Hér neðar eru myndir frá undirbúningi mótsins í höllinni í kvöld.

Dómaranámskeið JSÍ

Það var vel sótt dómaranámskeiðið sem JSÍ hélt í gær en þátttakendur voru tuttugu og þrír. Það voru þeir Björn Sigurðarson og Birkir Jóakimsson sem að sáu um námskeiðið og fóru þeir yfir nokkur myndbönd þar sem og dómar voru skýrðir og reglur áréttaðar og svörðu síðan fyrirspurnum um ýmis vafa atriði.

Íslandsmót karla og kvenna 2019

Íslandsmót karla og kvenna 2019 verður haldið í Laugardalshöllinni laugardaginn 27. apríl næstkomandi og hefst kl. 10 með forkeppni sem lýkur um kl. 12. Úrslit hefjast svo kl. 13 og standa þau yfir til um kl. 14 en þá hefst keppni í opnum flokkum sem lýkur um kl. 15:30 og mótslok kl. 16:00. Þátttökuskráningu lýkur annað kvöld og verður keppendalistinn birtur hér.

Ekki er hægt að gera breytingu á skráningu eftir að skráningafresti lýkur nema gegn greiðslu nýs keppnisgjalds og það sama á við hjá keppendum sem standast ekki vigt og vilja færa sig um flokk þá er það leyft gegn greiðslu á nýju keppnisgjaldi.

Vigtun hjá JR föstudaginn 26. apríl frá 18:00-19:00 og muna að hafa bæði bláan og hvítan judobúning kláran í keppninni, nánari upplýsingar hér.

Mótið verður í beinni útsendingu á youtube. Völlur 1. og Völlur 2.

Æfing annan í Páskum

Vegna fjölda áskoranna þá verður æfing í JR kl. 17:30 á mánudaginn (annar í Páskum) fyrir 15 ára og eldri. Iðkendur úr öðrumn klúbbum er velkomnir að sjálfsögðu.

Judo um Páskana

Það verða æfingar eins og venjulega í dag, á morgun og á laugardaginn en þær falla niður á Skírdag, Föstudaginn langa og annan í Páskum. Æfingar hefjast svo aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. apríl. Það gæti þó verið að það verði æfing annan í Páskum fyrir 15 og eldri en það verður þá auglýst hér.