Flott æfing í dag hjá 11-14 ára

Það var líf og fjör hjá 11-14 ára hópnum í dag á fyrstu æfingu sem haldin var eftir að samkomubanni var aflétt en liðnar eru rúmar sex vikur frá síðustu æfingu. Næsta æfing er á morgun kl. 17:30 hjá börnum 7-10 ára. Þar sem að ekki er búist miklum fjölda fyrstu vikuna þá var ákveðið að leyfa aldurshópnum 11-14 ára að koma einnig á þá æfingu svo að það verður sameiginleg æfing á morgun fyrir 7-10 ára og 11-14 ára kl. 17:30-18:45. Hér eru nokkrar myndir frá æfingunni í dag.