Búið að draga á Grand Slam Hungary

Þá er búið að draga á GRAND SLAM HUNGARY 2020. Í 81 kg flokknum eru 43 keppendur og drógst Sveinbjörn Iura á móti keppanda frá Póllandi, Damian Szwarnowiecki sem er í 42. sæti heimslistans. Þetta verður töff glíma og erfið því Damian er sterkur andstæðingur. Svo eitthvað sé tiltekið úr afrekaskrá hans þá varð hann Evrópumeistari árið 2012 í -73 kg flokki og bæði í U21 árs og U23 ára, hann varð í fimmta sæti á heimsmeistaramóti seniora í Baku 2018 og fékk bronsverðlaun á Marrakech Grand prix 2019.

Fyrsti keppnisdagurinn er á morgun föstudag og hefst keppnin kl. 8 að morgni á okkar tíma en á laugardaginn þegar Sveinbjörn keppir þá hefst það aðeins seinna eða kl. 9 og á hann fimmtu glímu. Hér er drátturinn og keppnisröðin og hér er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu. Til að fylgjast með í beinni þarf að hafa IJF account hann er frír.

Sveinbjörn Iura -2018