Æfing hjá 15 ára og yngri á morgun

Eins og komið hefur fram í fréttum þá geta æfingar barna og unglinga 15 ára og yngri hafist á morgun 18. nóvember. Fyrsta æfing verður því á morgun kl. 17:30 hjá 11-14 ára, á fimmtudaginn kl. 17:30 hjá 7-10 ára og á laugardaginn kl. 10:00 hjá 4-6 ára. Nú þarf bara að taka til judobúninginn og láta judovini ykkar vita.