Páskamótið verður haldið á morgun laugardaginn 15. aprílog hefst kl. 12 í aldursflokkum 7-10 ára (vigtun frá 11-11:30) og keppni barna 11-14 ára verður frá kl. 14-16 (vigtun frá 13-13:30). Skráðir keppendur eru tæplega eitt hundrað frá sjö judoklúbbum. Streymt verður frá mótinu og úrslitin, myndir og videoklippur verða síðan birt hér á síðunni.
Íslandsmeistaramót karla og kvenna 2023
Íslandsmót seniora 2023 verður haldið laugardaginn 22. apríl í Laugardalshöllinni. Mótið hefst kl. 10 með forkeppni í öllum þyngdarflokkum sem ætti að ljúka um kl. 12 og úrslitin myndu þá hefjast fljótlega eftir hádegi. Þegar þeirri keppni lýkur hefst keppni í opnum flokkum karla og kvenna en nánari upplýsingar að loknum skráningarfresti sem lýkur mánudaginn 17. apríl. Þeir JR ingar sem ætla að taka þátt í mótinu láti þjálfra vita ekki seinna en föstudaginn 14. apríl.

Páskafrí hjá JR
Það styttist í páskafrí hjá okkur en það verða æfingar í dag, á morgun og miðvikudag en páskafrí hefst svo á skírdag, fimmtudaginn 6. apríl. Æfingar hefjast aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 11. apríl. Það gæti þó verið að það verði æfing annan í páskum hjá meistaraflokki og framhaldi 15 ára og eldri og verður það þá auglýst hér og á facebook.
Gleðilega páska.
Páskamót JR 2023
Páskamót JR og Góu verður nú haldið í átjánda sinn laugardaginn 15. apríl og er mótið opið öllum klúbbum eins og venjulega. Skráningarfrestur er til miðnættis þriðjudagsins 11. apríl og sjá klúbbarnir um að skrá þátttakendur ekki foreldrar. Keppt verður í aldursflokkum 7-10 ára frá kl. 12-14 (vigtun frá 11-11:30) og 11-14 ára frá 14-16 (vigtun frá 13-13:30). Ef breytingar verða á dagskránni þá verða þær birtar hér að loknum skráningarfresti. Sama dag verður Páskamót JR fyrir börn 5-6 ára haldið á æfingatíma þeirra frá 10-11 og er það eingöngu innanfélagsmót.



Meistaraflokksæfing fellur niður í dag
Í dag verður haldin sameiginleg æfing með öðrum klúbbum hjá Judodeild UMFS á Selfossi kl. 18:00 og mun JR taka þátt í þeirri æfingu og fellur því meistaraflokksæfingin hjá okkur niður í dag. Þar sem einhverja vantar far þá ætlum við að hittast í JR kl. 16:45 og sameinast um bíla.
Stanislaw Buczkowski-takk fyrir komuna
Stanislaw Buczkowski öflugur og góður judomaður frá Póllandi sem æft hefur með okkur í JR síðastliðna þrjá mánuði, hefur lokið dvöl sinni á Íslandi í bili að minnsta kosti og er farinn aftur heim. Það var frábært að fá hann í klúbbinn og virkilega gott fyrir okkar bestu iðkendur að æfa með honum og þökkum við honum fyrir komuna og bjóðum hann velkominn aftur næst þegar hann á leið um. Á myndunum hér neðar er Stanislaw að glíma við Kjartan Hreiðarsson á æfingu og með landa sínum Janusz Komendera sem æft hefur með og keppt fyrir JR í fjölmörg ár.





Í heimsókn hjá Judofélagi Suðurlands
Nokkrir iðkendur úr JR heimsóttu í gær Judofélag Suðurlands (JS) sem er yngsta judofélag landsins en það hóf nú nýlega starfsemi. Aðalþjálfari félagsins er George Bountakis 6. dan frá Grikklandi og byrjar hann með krafti en á vegum JS í gegnum George hafa þrír judomenn frá Grikklandi verið við æfingar hjá JS. Um helgina tóku þeir þátt í Vormóti JSÍ og var mikill fengur í því fyrir okkar judomenn að fá tækifæri á því að keppa við þá og æfa með þeim að móti loknu en þeir eru allir á top tíu lista í Grikklandi. Næsta föstudag munu JR ingar svo sækja Judodeild UMFS heim en þann dag verður opin sameiginleg æfing haldin hjá þeim og fellur því föstudagsæfingin hjá okkur niður þann dag. Hér stutt videoklippa og nokkrar myndir frá heimsókninni til JS.




Vormót JSÍ seniora 2023 úrslit
Vormót JSÍ í seniora flokkum var haldið laugardaginn 25. mars í JR og hófst það kl. 13 og mótslok voru kl. 16. Keppendur voru tuttugu og níu frá eftirfarandi klúbbum. Judofélagi Garðabæjar (JG), Judofélagi Reykjavíkur (JR), Ármanni, Judodeild Selfoss (UMFS), Judodeild KA og Judofélagi Suðurlands (JS) sem er nýstofnað félag. Líklega er þetta eitt sterkasta Vormót JSÍ í senioraflokki sem haldið hefur verið þar sem á meðal þátttakenda vor þrír gríða öflugur og góðir judomenn frá Grikklandi og unnu þeir allir sína flokka en þeir kepptu í -73, -81 og -90 kg flokki. Grikkir þessir eru í heimsókn og við æfingar hjá Judofélagi Suðurlands en þjálfari þar er Grikkinn George Bountakis 6. dan. JR ingar unnu gullverðlaun í kvennaflokki -63 kg og karlaflokkum -60 og -66 kg og Ármann sigraði í +100 kg. Streymt var frá mótinu sem hægt er að skoða hér og hér eru úrslitin og hér er videoklippa frá keppninni.













































Vormót JSÍ 2023
Vormót JSÍ 2023 – senioraflokkar
Vormót JSÍ 2023 í seniora flokki (15 ára og eldri) verður haldið í Judofélagi Reykjavíkur laugardaginn 25. mars næstkomandi. Þeir JR ingar sem ætla að taka þátt láti þjálfara sinn vita við fyrsta tækifæri en skráningarfrestur er til miðnættis mánudagsins 20. mars. Hér er eru úrslitin frá mótinu 2022 og stutt videoklippa.