Afmælismót JSÍ – breytt tímasetning U13/U15

Afmælismót JSÍ – yngri flokkar – Breytt tímasetning hjá U13 og U15.  

Afmælismót JSÍ í yngri aldursflokkum verður haldið hjá Judofélagi Reykjavíkur laugardaginn 13. febrúar. Gert var ráð fyrir að hefja keppni kl. 10 í aldursflokkum U13 og U15 og kl. 14 í aldursflokkum U18 og U21.

Þar sem skráning var frekar dræm í aldursflokkum U13 og U15 þá mun keppnin hjá þeim færast til og hefjast kl. 12 og ljúka um kl. 13 og vigtun á keppnisstað frá kl. 11:15 til 11:45. Athugið að vikmörk í aldursflokkum U13 og U15 er 1. kg.

Tímasetning í aldursflokkum U18 og U21 er óbreytt og hefst keppnin kl. 14:00 og vigtun á keppnisdegi frá 13:00 til 13:30. Einnig geta keppendur í U18/U21 vigtað sig á keppnisstað föstudagskvöldið 12. feb. frá 19 til 20.

Vegna sóttvarnarreglna verða áhorfendur ekki leyfðir en það verður streymt frá mótinu og hér er linkur það.

Hér er frétt frá mótinu 2020