Afmælismót JSÍ 2020 – úrslit

Afmælismót JSÍ í yngri aldursflokkum ( U13, U15, U18 og U21 árs) var haldið síðastliðinn laugardag (15. febrúar) hjá Júdofélagi Reykjavíkur. Óhætt er að segja að það hafi gengið vel hjá okkur JR ingum en við unnum til þrettán gullverðlauna af nítján og auk þess tvenn silfurverðlaun. Keppendur voru fimmtíu og fjórir frá sjö klúbbum. KA menn sem einnig voru skráðir til leiks komust því miður ekki suður vegna leiðinadveðurs og var missir af þeim. Mótið var skemmtilegt á að horfa, fullt af flottum og spennandi viðureignum og jafnframt eitthvað um óvænt úrslit. Dómgæslan var vel mönnuð og stóðu dómarar sig að venju með sóma við erfiðar aðstæður. Hér eru úrslit mótsins, myndir af verðlaunahöfum og nokkrar myndir frá keppninni.