Vormót JSÍ yngri aldursflokkar á Akureyri

Vormót JSÍ 2023 í yngri aldursflokkum verður haldið á Akureyri 18. mars í KA heimilinu. Keppt verður í aldursflokkunum U13, U15, U18 og U21 og er áætlað að mótið hefjist kl. 12 og ljúki um kl. 16:00. Vigtun í KA heimilinu föstudagskvöldið 17.mars frá kl.19-21:00 en einnig verður hægt að vigta sig á mótsdegi frá kl. 11:00-11:30. Farið verður með rútu frá JR föstudaginn 17. mars kl. 14 og komið til baka daginn eftir um kl. 21. Kostnaður, rúta og gisting (hótel/uppábúin rúm með morgunmat) um 12.000 k. Með hópnum fara þrír þjálfarar frá JR. Myndin hér ofar er af nokkrum JR-ingum í KA heimilinu á vormótinu 2022.