Taka þátt í OTC í Nymburk í Tékklandi

Frétt af heimasíðu JSÍ. Fjórir landsliðsmenn í U18 og U21 landsliðum taka þátt í sterkum alþjóðlegum æfingabúðum sem haldnar eru í Nymburk í Tékklandi dagana 13-18 mars. Það eru þeir Aðalsteinn Björnsson og Romans Psenicnijs í U18 ára aldursflokki og Kjartan Hreiðarsson og Skarphéðinn Hjaltason í U21 árs aldursflokki og með þeim í för er Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari. Æfingabúðir þessar eru haldnar árlega og eru liður í röð æfingabúða sem nefnast einu nafni Olympic Training Centre (OTC). Þær eru haldnar af Evrópska Judosambandinu (EJU) í samvinnu viðkomandi landssamband. Um 500 þátttakendur frá 43 þjóðum taka þátt í æfingabúðunum að þessu sinni.