Beltapróf hjá 7-10 ára í dag

Í dag tóku átján börn beltapróf í JR og voru það níu stúlkur og níu drengir sem það gerðu. Eins og búast mátti við af þessum frábæra hóp þá stóðu þau sig öll mjög vel og fengu strípu í beltið sitt í viðeigandi lit en liturinn fer eftir aldri barns. Nokkur barnanna voru að fá sína fyrstu strípu en önnur sína aðra eða þriðju strípu. Verkefni þeirra í beltaprófinu var að að sýna tvö kastbrögð og eitt fastatak og hvernig á að komast í fastatakið og losna úr því. Auk þess voru hneigingar rifjaðar upp bæði standandi og sitjandi og merki dómara þegar hann gefur ippon og wazaari. Börn 10 ára og yngri fá strípur á beltin sín en þegar þau verða 11 ára þá fá þau ný belti. Hér má sjá litakerfi belta fyrir 10 ára og yngri og 11 ára og eldri. Ekki voru öll börnin mætt á æfinguna í dag svo að þau sem ekki voru mætt taka sitt beltapróf næst þegar þau mæta en passað verður uppá það að enginn missa af því. Hér neðar er mynd af börnunum að loknu beltaprófi í dag.

Aftari röð v-h. Styrmir, Arnar, Gústav, Freyja, Kári, Orri, Freyr, Elvar, Karólína, Gabríela, Snjólaug. Fremri röð v-h. Elísa, Nói, Röskva, Ólafur, Íris, Anja, María