Reykjavíkurmeistaramótið 2021 – Úrslit

Reykjavíkurmeistaramótið 2021 var í umsjón Judofélags Reykjavíkur að þessu sinni og fór það fram 26. nóv. þ.e. síðastliðinn föstudag. Keppendur á þessu móti eru eins og nafnið segir til um eingöngu frá Reykjavíkurfélögunum þremur, Judofélagi Reykjavíkur, Judodeild ÍR og Judodeild Ármanns en því miður var enginn keppandi frá Ármanni að þessu sinni. Þar sem mótið var haldið á venjulegum æfingatíma meistaraflokks JR og iðkandi frá Selfossi var mættur í heimsókn á æfingu var ákveðið að leyfa honum að keppa sem gesti á mótinu og keppti hann -81 kg flokki karla. Síðasta Reykjavíkurmót var haldið 2019 en Covid-19 kom í veg fyrir að það yrði haldið 2020 eins og svo mörg önnur mót það árið. Keppt var í aldursflokkum U10, U13, U15, U18, U21 og kvenna og karla flokkum og voru keppendur alls fjörtíu og einn og eru það tuttugu fleiri en 2019 og munar þar mest um þátttöku JR inga sem voru nú með meira en helmigi fleiri keppendur en síðast.

Til að allir þáttttakendur fengu keppni þá voru aldursflokkar U13 og U15 voru sameinaðir að hluta og tveir keppendur í U15 sem höfðu ekki mótherja í sínum þyngdarflokki fengu að keppa í eldri aldursflokkum en það voru þau Mikael Ísaksson sem keppti í U18 -73 kg og Helena Bjarnadóttir sem keppti í kvennaflokki -70 kg og stóðu þau sig þar alveg frábærlega. Þyngdarflokkar voru einnig eitthvað sameinaðir en það varð að gera til að allir fengu keppni sem varð þá auðvitað til þess að sumir urðu að glíma við þyngri mótherja. Þeir létu það ekki á sig fá og stóðu sig með sóma og einhverjir léttari sigruðu þá þyngri. Það sama var gert í U18 þar voru -66 og 73 kg flokkar sameinaðir og í karlaflokki -100 og +100kg Viðureignirnar voru margar mjög jafnar og spennandi og fóru allnokkrar í gullskor og meðal annars konur -70 kg sem lauk ekki fyrr en eftir 6 mínútur í gullskori. Hér eru úrslitin og myndir frá mótinu en Zaza Simonishvili afhenti verðlaunin í yngri flokkum þ.e. U10, U13 og U15, og er hann hér á nokkrum myndum með verðlaunahöfum. Tveir verðlaunahafar urðu frá að hverfa áður en verðlaunaafhending fór fram og vantar því Loga Haraldsson á myndina í -81 kg flokki en hann vann gullverðlaun þar og Daniele Kucyte sem varð í þriðja sæti í kvennaflokki -70 kg.