Úrslit EC Juniora Birmingham

Því miður tókst okkur mönnum ekki vel upp á mótinu Birmingham Junior European Cup) en þeir töpuðu allir fyrstu glímu en þó eftir mislangan tíma og voru þar með fallnir úr keppni nema Daron en hann fékk uppreisnarglímu (sem hann tapaði) þar sem að andstæðingur hans í fyrstu glímu komst í átta manna úrslit. Allir sem tapa fyrir þeim sem komast í átta manna úrslit eða lengra fá uppreisnarglímu og ef þeir vinna þá glímu halda þeir áfram en annars eru þeir endanlega fallnir úr keppni. Þó svo að ekki hafi gengið sem skyldi eru drengirnir þó reynslunni ríkari og munu taka þátt í tveggja daga æfingabúðum áður en lagt verður af stað heim.