Keppni lokið á EM Cadett

Evrópumeistaramót 2023 í Cadett aldursflokki (15-17 ára) var haldið í Portugal dagana 22. til 24. júlí og var Arnar Arnarsson frá Selfossi á meðal keppenda og með honum í för var Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari. Arnar keppti í -90 kg flokki og mætti Emil Jabiyev frá Svíþjóð sem er í 37 sæti heimslistans og varð Arnar að lúta í lægra haldi gegn honum. Þar sem að Emil tapaði næstu viðureign þá var ekki lengur möguleiki á uppreisnarglímu fyrir Arnar og þátttöku hans þar með lokið. Hægt er að kaupa áskrift að JudoTv en þar er hægt að sjá allar glímur mótsins og fjölda annara móta.

EM Cadett Portugal 2023