Úrslit Afmælismóts JR 2021 – yngri flokkar

Afmælismót JR í yngri aldursflokkum var haldið í gær laugardaginn 23. okt. Þátttakendur voru rúmlega fimmtíu og komu þeir frá sex judoklúbbum. Fyrir utan keppendur frá JR þá voru keppendur frá Judodeild Ármanns, Judodeild Selfoss, Judodeild ÍR, Judodeild Grindavíkur og frá yngsta judofélagi landsins, Judofélagi Reykjanesbæjar (JRB) komu níu keppendur sem stóðu sig afar vel og urðu í öðru sæti á eftir JR. Þrátt fyrir að mótið hæfist ekki á tilsettum tíma sökum breytinga á skráningu keppenda og endurröðun sem því fylgdi og síðan bilun í tölvu að þá tókst það nokkuð vel og lauk því um kl. 16 eða hálftíma á eftir áætlun. Starfsmenn mótsins voru þeir Ari Sigfússon og Jóhann Másson sáu um undirbúning, vigtun, og mótsstjórn og nokkrir af okkar bestu judomönnum í dag og landsliðsmenn í U18 og U21 árs sáu um önnur störf og leystu þau vel af hendi en það voru þeir Skarphéðinn Hjaltason sem hafði umsjón með klukku og stigagjöf og þeir Andri Fannar Ævarsson, Aðalsteinn Karl Björnsson og Nökkvi Viðarsson sáu um dómgæsluna. Mótið var skemmtilegt, fullt af góðum viðureignum og gaman að fylgjast með tilvonandi judo meisturum en margir hverjir sýndu mjög flott tilþrif. Á æfingu barna fyrr um morguninn sýndu JR iðkendur 4-6 ára getu sína og kunnáttu og fengu öll gullverðlaun að lokinni æfingu .

Hér eru myndir frá mótinu og verðlaunahöfum en einhverjir þurftu að fara áður en verðlaunaafhendingin hófst og vantar því nokka á myndirnar. Hér eru úrslitin og video klippa frá mótinu.