Frá æfingum með Hugo Lorain

Hugo Lorain sem var þjálfari hjá JR 2017/2018 kom í stutta heimsókn í síðustu viku og var með æfingar hjá 11-14 ára og framhalds og meistaraflokki. Æfingarnar sem voru opnar öllum klúbbum voru vel sóttar og mættu þegar mest var hjá meistaraflokki tæplega fjörtíu manns. Æfingarnar voru skemmtilegar og jafnframt erfiðar en þær samanstóðu af tækni, þrek og úthaldsæfingum og voru þátttakendur virkilega ánægðir og sáttir að þeim loknum. Hér neðar eru nokkrar myndir frá æfingunum og videoklippa. Takk fyrir komuna Hugo.