Afmælismót JR í yngri flokkum

Afmælismót JR 2021 í yngri aldursflokkum verður haldið næsta laugardag þ.e. laugardaginn 23. október og hefst það kl. 13:00.
Mótið er opið öllum klúbbum, engin lágmarksgráða og keppt í eftirfarandi aldursflokkum.
Aldursflokkar: U9, U10 og U11 (8, 9 og 10 ára) fæðingarár, 2013, 2012, 2011.
Aldursflokkar: U13 (11-12 ára) og U15 (13-14 ára) fæðingarár, 2010, 2009 og 2008 og 2007.

Húsið opnar kl. 12:00 á laugardaginn og verða krakkarnir þá vigtaðir frá kl. 12:00 til 12:30.
Mæta tímanlega í vigtun því eftir að henni lýkur kl. 12:30 eru þeir afskráðir sem mættu ekki.

Keppnin hefst svo kl. 13:00 og ætti að ljúka um kl. 15:30.
Börn 8-10 ára frá 13:00-14:00 og börn 11-14 ára frá 14:00-15:30
Tímasetningar gætu breytst svo nánari tímasetning verður tilkynnt að lokinni skráningu.

Skráning til miðnættis 21. október í skráningarkerfi JSÍ.
Keppnisgjald 1.000 kr greiðist af félagi viðkomandi keppanda.